Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 117
H U g v e k J U r 117 fyrst til starfa og talaði við ritstjórana, Magnús og Sigurð Guðmundsson, um það hvernig ég ætlaði að halda á menn­ ingarmálunum fyrir blaðið en til þess var ég ráðinn. Þeir samþykktu það allt snarlega. Svo barst tal okkar að því að leikdómari blaðsins, Ásgeir Hjartarson, var veikur og Magnús spurði: „Hvernig er það með þig, Árni, skrifar þú ekki um leiklist eins og fara gerir?“ Það hafði ég reyndar aldrei gert – en viti menn: innan skamms var ég búinn að skrifa minn fyrsta leikdóm um Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Kannski sýnist ein­ hverjum þetta hálfkæringsleg afgreiðsla mála. En mér finnst að strax þennan morgun hafi ég kynnst starfsháttum sem Magnús og fleiri mótuðu og byggðu á mjög óformlegri en vel virkri sam­ stöðu um það, að menn á þessu litla og fátæka blaði gengju hiklaust í þau verk sem fyrir lágu og segðu sér helst sjálfir hvernig best væri að leysa þau. Magnús kom ekki á stutta blaða­ mannafundi sem haldnir voru um hádegið til að undirbúa fréttir dagsins. En hann gekk stundum á milli blaða­ manna og mælti með ýmsum verkefn­ um – nú eða kom á fréttavaktina og varaði við því að nú ætlaði hann „að reka upp gól“ á forsíðunni næsta dag. En svo kallaði Magnús þá iðju sína að búa til stærðar uppslátt á forsíðu blaðs­ ins með því að flétta saman pólitískum tíðindum og útleggingu á þeim – og brjóta um leið á skemmtilegan hátt allar kenningar um að blaðamenn ættu að hólfa rækilega í sundur frétt og skoðun. Eftir að ég dróst – fyrir utan menningarskrif – inn á erlendu frétta­ deildina hjá Ásmundi Sigurjónssyni átti Magnús oftast tal við mig út af erlend­ um málefnum, en hann var óbilandi í áhuga sínum á nýmælum í vinstri­ hreyfingum í Evrópu og byltingum í þriðja heiminum. Þessu hélt lengi áfram – þegar Magnús var löngu kom­ inn á þing sendi hann mig sumarið 1976 til Ítalíu til að fylgjast með þýð­ ingarmiklum kosningum og svokölluð­ um Evrópukommúnisma ítalskra kommúnista, með öðrum orðum leit þeirra að „þriðju leiðinni“ til vinstri – sem hvorki tæki mið af varfærnum kratisma né heldur sovéskri flokks­ hyggju. Magnús vissi að Þjóðviljinn átti öngva peninga til að senda mann landa í milli – og þess vegna keypti hann sjálfur, í félagi við Guðmund Hjartar­ son vin sinn, flugmiða handa mér og sendi mig af stað. Blaðið var fátækt en Magnúsi leiddist nöldur um fjárhaginn og sagði: Hvernig getur öðruvísi verið en við eigum ekki bót fyrir rassinn á okkur? Eitt sinn heyrði ég ungan blaðamann kvarta við Magnús um það, að ekki væri aðeins búið að taka drjúga summu af kaupinu hans í Þjóðviljahappdrættið heldur ætti hann líka að rukka heilt hverfi í borg­ inni fyrir þetta sama happdrætti. „Já, og hvað með það?“ sagði Magnús. „Fyrst enginn vill borga þér kaupið þitt þá verður þú að gera það sjálfur.“ En hann sagði líka við mig eitt sinn þegar við vorum saman á kvöldvakt: „Segðu mér eitt, Árni, til hvers erum við að puða hér fram á nætur fyrir skíta­ kaup? Er það til þess að allir verkamenn eignist bíl?“ Mér vafðist tunga um tönn að svara vegna þess að spurningin var svo snemma á ferðinni að það var alls ekki komið á dagskrá að allir gætu eignast bíl. En Magnús kom hér að einum höf­ uðvanda róttækra flokka sem vilja kenna sig við verkalýðinn. Slíkir flokkar boða mannsæmandi líf – en hvað er það? Við vildum trúa því að til væru „eðlilegar þarfir“ manna og þegar þeim væri fullnægt gætu menn farið að sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.