Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 62
J ó n k a r l H e l g a S o n 62 Arne Lund, sem skrifað hefur bók um ímynd Norðurlanda í Hollywood­ myndum, bendir á að The Viking sverji sig í þessu atriði í ætt bandaríska vestrans sem snerist frá upphafi um að staðfesta yfirráð hvíta mannsins yfir Norður­Ameríku og móta bandaríska þjóðarvitund.8 En um leið má líta á kvikmyndina sem bjagað bergmál íslensku fornsagnanna sem greina frá ferðum norrænna manna vestur um haf í kringum árið 1000. Þekking okkar á Leifi heppna byggist að mestu leyti á tveimur ólíkum textum: Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar. Eiríks saga er varð­ veitt í tveimur miðaldahandritum; Hauksbók sem er talin vera frá fjórtándu öld og Skálholtsbók sem talin er vera frá fimmtándu öld. Ólafs saga er til í nokkrum útgáfum en frásagnir af Leifi er einungis að finna í þeirri gerð sögunnar sem varðveitt er í fjórtándu aldar handritinu Flateyjarbók. Á síðari tímum hefur þeim köflum sem snerta landnámsbyggðirnar á Grænlandi verið safnað saman og þeir gefnir út undir titlinum Grænlendinga saga og verður sá titill notaður hér. Hún og Eiríks saga greina frá svipuðum við­ burðum og eru væntanlega byggðar á sömu heimildum. Samkvæmt Eiríks sögu sigldi Leifur eitt sumar frá bæ foreldra sinna, Eiríks rauða og Þjóðhildar, í Brattahlíð á Grænlandi til Suðureyja og þaðan áfram til Noregs þar sem hann dvaldi vetrarlangt við hirð Ólafs konungs Tryggva­ sonar. Er tekið fram að konungur hafi metið gestinn mikils og þóst sjá að „Leifur mundi vera vel menntur maður“.9 Síðan segir: Eitt sinn kom konungur að máli við Leif og spyr hann: „Ætlar þú til Grænlands í sumar að sigla?“ Leifur svarar: „Það ætla eg ef sá er yðvar vilji.“ Konungur svarar: „Eg get að svo muni vel vera. Skaltu fara með erindum mínum að boða kristni á Grænlandi.“ Leifur kvað hann ráða mundu en kveðst hyggja að það erindi mundi torflutt á Grænlandi en konungur kveðst eigi þann mann sjá er betur væri til þess fallinn en hann „og muntu giftu til bera.“ „Það mun því að eins,“ kvað Leifur, „að eg njóti yðvar við.“ Leifur lét í haf þegar hann var búinn. Leif velkti lengi úti og hitti hann á lönd þau er hann vissi áður öngva von í. Voru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Þar voru og þau tré er mösur hétu og höfðu þeir af öllu þessu nokkur merki, sum tré svo mikil að í hús voru lögð. Leifur fann menn á skipflaki og flutti heim með sér og fékk öllum vist um veturinn. Sýndi hann svo mikla stórmennsku og gæsku af sér. Hann kom kristni á landið og hann bjargaði mönnunum. Var hann kallaður Leifur hinn heppni. Leifur tók land í Eiríksfirði og fer heim í Brattahlíð. Tóku menn vel við honum. Hann boðaði brátt kristni um landið og almennilega trú og sýndi mönnum orð­ sendingar Ólafs konungs Tryggvasonar og sagði hversu mörg ágæti og mikil dýrð þessum sið fylgdi. Eiríkur tók því máli seint að láta sið sinn en Þjóðhildur gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi allnær húsunum. Var það hús kallað Þjóðhildarkirkja. Hafði hún þar fram bænir sínar og þeir menn sem við kristni tóku en þeir voru margir. Þjóðhildur vildi ekki halda samfarar við Eirík síðan er hún tók trú en honum var það mjög í móti skapi.10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.