Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 10
10 B ó k m e n n ta H át í ð ráðstefnur og hefur til að mynda miklar skoðanir á hjólreiðum. Hún er þó fyrst og fremst ísbjörn og skilur ekki að öllu leyti það sem á sér stað í heimi mannskepnanna, og ekki nema von, því hún er stödd í miðju köldu stríði og lendir í heimi njósna og ritskoðunar sem flækir stöðuna enn frekar. Ætt­ móðirin veit að hún á rætur að rekja til annarra heimkynna og er í stöðugri leit að einhvers konar heimili, eða stað þar sem hún tilheyrir samfélagi, en það reynist henni erfitt. Annar hluti bókarinnar fjallar um líf dóttur ættmóðurinnar, sem ber nafnið Toska og ver lífi sínu í sovéskum sirkus. Sagan er í upphafi sögð af Barböru, þjálfara Tosku, en síðar kemur í ljós að það er Toska sem hefur sagt sögu sína í gegnum Barböru. Í sögu Tosku sjáum við dýrin sem sjónarspil og skoðum samband milli manns og dýrs á innilegan hátt. Í þriðja hlutanum kynnumst við síðan Knúti, syni Tosku, sem fæðist í hendur manna í dýra­ garðinum í Berlín. Við sjáum heiminn með hans augum, heim sem er mun raunsærri en sá heimur sem við sáum í fyrsta og öðrum hlutanum. Knútur þekkir ekki sögu sína né rætur en líður vel meðal mannanna. Frá fæðingu er honum falið hlutverk sem ímynd og tákn loftslagsbreytinga, en sá málstaður er honum sjálfum eðlilega fjarri, þar sem hann þekkir ekki annan heim en dýragarðinn. Sögurnar þrjár eru ólíkar og gætu allar staðið einar og sér en saman skapa þær þó djúpa ættarsögu sem tengist mannkynssögu 20. aldar fram til dagsins í dag þar sem firringin gagnvart náttúrunni er orðin alger. Smám saman lærir lesandinn einnig ýmislegt um birnina sem þeir eru ekki meðvitaðir um að fylgi þeim og sögu þeirra. Endurómur fortíðarinnar er sífellt til staðar í lífi þeirra og minnir okkur á það mark sem Sagan setur á samtíma okkar. dýr í sjálfu sér Í viðtali við New York Times árið 2016 sagði Tawada blaðamanni að hún hefði velt fyrir sér muninum á því hvernig dýr og menn setja sig í hlutverk til að heilla aðra sem og hvernig reynsla það hefði verið að vera dýr undir kommúnisma annars vegar og kapítalisma hins vegar.5 Þessi samkennd og löngun til að setja sig í spor annarra er einkennandi fyrir verk Tawada og í Etýðum í snjó birtist þessi samkennd fyrst og fremst í fjölda persóna sem fá að segja sögu sína og fá að taka tungumál skáldsögunnar í sínar hendur. Samfélag mannanna er eitt viðfangsefni skáldsögunnar, enda verða gríðar­ miklar breytingar á ríkjandi hugmyndafræði í heiminum á þeim tíma sem sagan gerist. Framandgervingin sem felst í því að sjá mannkynssöguna út frá sjónarhorni ísbjarna er áhrifamikil og skapar fjarlægð sem er ekki auðvelt að skapa með öðrum hætti. Hugmyndafræðilegir straumar og stefnur hafa einn­ ig áhrif á lífsmynstur ísbjarnanna, allt frá kommúnískum reglugerðum sem ættmóðirin þarf að lifa við, til kapítalískra markaðslögmála dýragarðsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.