Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 100
H J ö r t U r pá l S S o n
100
v
Orð kviknaði af orði og það teygðist úr samtali okkar. Ég hafði sagt honum
nafn mitt og hvaðan ég væri þegar ég kynnti mig fyrir honum og leyfði mér
því að spyrja hann að heiti. Rétt sem snöggvast brá fyrir örlitlu hiki í rödd og
fasi, en um leið sagði hann að á bakvið það væri dálítil saga.
Nafnið, sem mér misheyrðist reyndar í fyrstu, var þýskt, eins og hann tók
fram, en ættarnafn hans vakti forvitni mína um uppruna hans og erfðir.
Hann talaði mjög góða og skýra sænsku, svo mér hefði ekki dottið annað í
hug en að hann væri fæddur Svíi. Ekki hafði ég heldur leitt hugann að aldri
hans, en eitthvað í spjalli okkar varð til þess að ég sagðist vera sjötíu og
fjögurra ára. Þá sagði hann um leið glaður og brosleitur: „Ég er sjötíu og átta!“
Það færði okkur enn nær hvorn öðrum þegar við áttuðum okkur á því hve
við vorum á líkum aldri, og einhvern veginn grunaði mig, eftir að við fórum
að spjalla saman, að við gætum átt fleira sameiginlegt.
Hann sagði mér að fyrrabragði að hann hefði komið til Svíþjóðar 1957.
Ekki veit ég hvort hann var beinlínis flóttamaður, en sjö ára gamall hafði
hann bjargast úr eldi loftárásanna í Dresden þar sem hann sat niðri í kjallara
í fangi móður sinnar meðan ósköpin gengu yfir og sprengjuregn banda
manna lagði borgina í rúst í einum skelfilegasta hefndarglæp seinni heims
styrjaldarinnar.
Bakvið nöfn okkar allra er dálítil saga. Og þetta brot úr bernskusögu hans
glæddi ímyndunarafl mitt, vakti spurningar án svara. Hver var sagan hans
bakvið nafnið? Hvað hafði á daga hans drifið í Þýskalandi stríðs og eftir
stríðsáranna? Eða var hann ef til vill ekki þar þá? Var hann á flækingi eða
flótta? Á hrakningi undan Þriðja ríkinu, fjendum þess eða einhverju öðru
ríki af einhverjum ástæðum? Hvað varð um móður hans eða fjölskyldu? Var
hann gyðingaættar? Eða ekki „rétt þenkjandi“? Eða var hann kannski bara
einn af þeim heppnu og hafði átt góða æsku heima? Dresden var austanmegin
og ekki allir ánægðir þar frekar en víðar á byggðu bóli. Hvers vegna flutti
hann sig yfir Eystrasaltið? Var hann einn á ferð? Flóttamaður? Ástfanginn,
í atvinnuleit? Eða bara tvítugur þýskur piltur að freista gæfunnar, skoða
heiminn? Ekkert af þessu vissi ég og veit ekki enn, gat ekki spurt svo nær
göngulla spurninga, en hugurinn flaug víða af því að ekkert annað hafði gerst
en að maður hitti mann eina morgunstund á Kóngshólmi. Mann sem ungur
leitaði nýs lífs í nýju landi eins og homo sapiens hefur alltaf gert. Og eftir
þann fund var ég enn sannfærðari en áður um gildi og nauðsyn mannlegra
samskipta og frjóvgandi menningaráhrifa, fái þau að dafna í friði.
vi
Á máli lystigarðsvarðarins mátti heyra að hann væri ekki alls kostar ánægður
með andvaraleysi og umgengnisvenjur sumra samborgara sinna í fóstur