Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 100
H J ö r t U r pá l S S o n 100 v Orð kviknaði af orði og það teygðist úr samtali okkar. Ég hafði sagt honum nafn mitt og hvaðan ég væri þegar ég kynnti mig fyrir honum og leyfði mér því að spyrja hann að heiti. Rétt sem snöggvast brá fyrir örlitlu hiki í rödd og fasi, en um leið sagði hann að á bakvið það væri dálítil saga. Nafnið, sem mér misheyrðist reyndar í fyrstu, var þýskt, eins og hann tók fram, en ættarnafn hans vakti forvitni mína um uppruna hans og erfðir. Hann talaði mjög góða og skýra sænsku, svo mér hefði ekki dottið annað í hug en að hann væri fæddur Svíi. Ekki hafði ég heldur leitt hugann að aldri hans, en eitthvað í spjalli okkar varð til þess að ég sagðist vera sjötíu og fjögurra ára. Þá sagði hann um leið glaður og brosleitur: „Ég er sjötíu og átta!“ Það færði okkur enn nær hvorn öðrum þegar við áttuðum okkur á því hve við vorum á líkum aldri, og einhvern veginn grunaði mig, eftir að við fórum að spjalla saman, að við gætum átt fleira sameiginlegt. Hann sagði mér að fyrrabragði að hann hefði komið til Svíþjóðar 1957. Ekki veit ég hvort hann var beinlínis flóttamaður, en sjö ára gamall hafði hann bjargast úr eldi loftárásanna í Dresden þar sem hann sat niðri í kjallara í fangi móður sinnar meðan ósköpin gengu yfir og sprengjuregn banda­ manna lagði borgina í rúst í einum skelfilegasta hefndarglæp seinni heims­ styrjaldarinnar. Bakvið nöfn okkar allra er dálítil saga. Og þetta brot úr bernskusögu hans glæddi ímyndunarafl mitt, vakti spurningar án svara. Hver var sagan hans bakvið nafnið? Hvað hafði á daga hans drifið í Þýskalandi stríðs­ og eftir­ stríðsáranna? Eða var hann ef til vill ekki þar þá? Var hann á flækingi eða flótta? Á hrakningi undan Þriðja ríkinu, fjendum þess eða einhverju öðru ríki af einhverjum ástæðum? Hvað varð um móður hans eða fjölskyldu? Var hann gyðingaættar? Eða ekki „rétt þenkjandi“? Eða var hann kannski bara einn af þeim heppnu og hafði átt góða æsku heima? Dresden var austanmegin og ekki allir ánægðir þar frekar en víðar á byggðu bóli. Hvers vegna flutti hann sig yfir Eystrasaltið? Var hann einn á ferð? Flóttamaður? Ástfanginn, í atvinnuleit? Eða bara tvítugur þýskur piltur að freista gæfunnar, skoða heiminn? Ekkert af þessu vissi ég og veit ekki enn, gat ekki spurt svo nær­ göngulla spurninga, en hugurinn flaug víða af því að ekkert annað hafði gerst en að maður hitti mann eina morgunstund á Kóngshólmi. Mann sem ungur leitaði nýs lífs í nýju landi eins og homo sapiens hefur alltaf gert. Og eftir þann fund var ég enn sannfærðari en áður um gildi og nauðsyn mannlegra samskipta og frjóvgandi menningaráhrifa, fái þau að dafna í friði. vi Á máli lystigarðsvarðarins mátti heyra að hann væri ekki alls kostar ánægður með andvaraleysi og umgengnisvenjur sumra samborgara sinna í fóstur­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.