Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 137
U m S a g n i r U m B æ k U r 137 öldum saman í bókaskemmum klaustra víðs vegar þangað til húmanistar fundu þær aftur á Endurreisnartímanum, eftir miklar leitir. Svo er að sjá að bókasöfn fornaldar hafi yfirleitt hlotið sömu örlög og bókasafn Magnúsar Magnússonar langafa: þau hurfu vegna þess að enginn hafði nokkurn minnsta áhuga á því sem þau höfðu að geyma og heldur ekki neina getu til að að kanna það. Fyrir bragðið getum við ekki lengur lesið nema helminginn af Rómverjasögu Tacitusar, rúmlega fimmtunginn af Rómverjasögu Liviusar, svo til ekkert af Rómverjasögu Sallústs, og einar sex hundruð stakar ljóðlínur og brot úr ljóðlínum úr hinu mikla söguljóði þjóð­ skáldsins Enníusar í átján bókum um fyrstu aldir Rómar, að þeim verkum ótöldum sem ekki er lengur stafkrókur eftir af, nema kannski titillinn (Ennius samdi mörg leikrit sem eru glötuð með öllu). Þegar öllu er á botninn hvolft hafði Condorcet því rangt fyrir sér, það er ekki einungis eldur og vatn sem geta tortímt bókarmennt, andlegur sljóleiki í alls kyns gervum er enn skaðlegri. Það er til hans sem tregróf Ragnars Helga Ólafssonar vísar svo og ýmissa annarra sem hafa slegið sama streng. En hvað er að gerast í þessum samtíma okkar sem veldur þessari svartsýni? Við erum að því leyti betur sett en þeir sagnfræðing­ ar sem eru að rýna í hrun menningar á lokatímum fornaldar að við getum skil­ greint þá þróun sem nú er að ganga yfir. Hún er ekki nema angi út úr mun víð­ tækara vandamáli, og það er valdarán sértrúarflokks sem hefur á örskömmum tíma lagt sína dauðu hönd á gervallt mannlíf, hins harðsvíraða safnaðar tölvudýrkenda. Valdatakan gekk auð­ veldlega fyrir sig, án þess að menn skildu í svipinn hvað var að gerast, því hinir trúuðu gátu vísað til þeirra rök­ semda sem sterkust eru í mannheimum, og hafa verið það um alllangt skeið, en það er framfarakenningin, hún leyfir engar mótbárur. Tölvuvæðingin átti semsé að vera nýtt spor fram á við, í átt til gósenlands­ ins, og til að hamra því inn í menn hófst geigvænlegt tölvutrúboð, boðberarnir settust að efahyggjumönnum, þuldu yfir þeim tíðindin góðu og slepptu þeim helst ekki fyrr en þeir játuðust kredd­ unni. Það gerðu margir í sakleysi sínu og gerðust svo sjálfir trúboðar. Á ýmsum sviðum komu yfirvöldin á tölvuskyldu, í skólum sem og opinber­ um skrifstofum, og geta menn séð kraft­ birtingu hennar til dæmis í kvikmynd­ inni I, Daniel Blake. En fljótt kom í ljós að tölvan tak­ markaði sig ekki við að vera hjálpartæki í mannheimum, svo sem til að panta flugmiða, enda leyfðu loforðin um dásemdir hennar engar slíkar skorður. Í staðinn var það hún sem sveigði mann­ líf allt undir sín eigin vélrænu rök, hún lokaði menn inni í tölvuheimi þar sem þeir voru bundnir á klafa. Þetta kom fljótlega í ljós, menn fóru að finna fyrir tölvuáþjáninni, skuggahliðarnar blöstu við og þær voru margar og svartar. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi reynt að fá heildaryfirsýn yfir þetta sorglega vandamál, enda myndi það brjóta gegn Rétttrúnaðinum, og ætla ég ekki að gera það hér. Ég ætla að takmarka mig við þá hlið sem snýr að bóklestri. Um leið og menn gengu inn í tölvuhólinn gerðist það að þeir fóru í stórum stíl að ánetjast þessari tækni – það er hér rétta orðið – þeir sátu í tíma og ótíma fyrir framan skerminn, misstu gjarnan svefn, og það kostaði þá mikla erfiðleika að slíta sig frá honum. Þetta gat jafnvel orðið eins og eiturlyfjaneysla, snjáldra varð hinn eiginlegi heimur tölvusjúklinga, og þeir þurftu læk á læk ofan í æ stærri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.