Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 12
12 B ó k m e n n ta H át í ð ekkert sé og þótt það fari ansi mikið fyrir henni þá fær hún sitt pláss, hún býr í eðlilegri íbúð og stundar skriftir. Hún sker sig vissulega úr og það er komið fram við hana öðruvísi en heimamenn en hún virðist frekar vera í aðstöðu þeirra sem hafa stöðu innan tveggja ólíkra menningarheima, frekar en að vera ísbjörn í heimi mannskepnunnar. Í sögu Tosku höfum við tekið skref nær hinu raunsæja en í henni tekur við draumkenndur blær og svo virðist sem Toska og þjálfari hennar eigi í samskiptum milli svefns og vöku. Toska á sér fyrirmynd í raunveruleikanum en fyrst og fremst sem móðir Knúts. Það er síðan saga Knúts sem tekur enn frekar skref nær raunveruleikanum þar sem hún vísar ekki bara í fyrirmyndir sínar heldur einnig í raunveruleg augnablik sem þýska þjóðin, og heimsbyggðin á köflum, fylgdist með á síðum dagblaðanna. Í sögu Knúts og Tosku birtast ísbirnirnir sem sjónarspil og lögð er áhersla á notagildi dýranna í þeim tilgangi. Toska og þjálfari hennar komast að því í sameiningu að almenningur hefur ekki áhuga á að sjá flóknar hreyfingar hjá dýrunum, heljarstökk eða fimleika, heldur brjótast tilfinningarnar út þegar fólkið sér dýrin í mannlegum aðstæðum að framkvæma hversdags­ legar gjörðir og þessi þekking erfist í genamengi Knúts. Mannskepnan reynir þannig að spegla sig í dýrinu og ná tengslum við veruleika þess. Að sama skapi er vitund dýrsins um sjálft sig erfið fyrir bæði mannskepn­ urnar innan sögunnar sem og lesendur hennar. Sem dæmi eru birnirnir þrír uppteknir af því að saga þeirra sé sögð með einum eða öðrum hætti. Ætt­ móðirin er í óðaönn við að skrifa sjálfsævisögu sína, Toska segir sögu þjálfara síns og Knútur fylgist með fjölmiðlum og les í raun ævisögu sína í rauntíma um leið og hún birtist á forsíðum blaðanna. Þessi sjálfsvitund dýranna og mikilvægi þess að skrásetja sögu sína kollvarpar endanlega þeirri hug­ mynd að dýrin eigi að standa fyrir ákveðnar manngerðir. Sjálfsmynd þeirra sem heildstæðar persónur skipta máli sem og sú arfleifð sem hver kynslóð ísbjarna skilur eftir sig. Eftir sem áður standa dýrin á milli ólíkra heima og tungumálið skarast á við hugmynd þeirra um sjálf sig. Ættmóðirin lýsir til­ finningunni svo: Það vakti í mér skrýtna tilfinningu að skrifa sjálfsævisögu. Fram að þessu hafði ég aðallega notað tungumálið til þess að koma einhverri skoðun á framfæri. Nú dvaldi tungumálið með mér og snerti í mér mjúka staði. Það var eins og ég væri að gera eitt­ hvað forboðið. Ég skammaðist mín fyrir það, vildi ekki að neinn læsi ævisögu mína. En þegar ég horfði á bókstafina hlaðast upp á pappírnum fann ég hvað ég þráði að sýna þá einhverjum.8 Yoko Tawada tekst með Etýðum í snjó að brjóta upp hefðbundna frásagn­ araðferð og fjalla um mikilvæg málefni samtímans án þess að predika yfir lesendum verksins. Margir þræðir fléttast saman og viðfangsefnin eru marg­ slungin í þessari tiltölulega nettu sögu. Tawada nær með ótrúlegum hætti að veita innsýn í hugarheim ísbjarnanna og tengja tilfinningar þeirra og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.