Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 43
á S t e p p U n n i
43
Ég bý til eftirrétt og Pol fer að velja vínið og bestu vindlana. Hann
segir mér frá öllu sem hann veit meðan við böðum okkur og höfum
fataskipti. Það eru um tuttugu kílómetrar heim til Arnols og Nabelar;
þau búa í húsi ekki ósvipuðu okkar. Pol hefur séð það, þau voru nefni
lega í samfloti á heimleiðinni. Arnol gaf merki með bílflautunni þegar
þau tóku beygju og Nabel benti á húsið þeirra. Þau eru frábær, endur
tekur Pol í sífellu, og ég finn til örlítillar öfundar yfir því að hann skuli
vita svona mikið um þau.
– Og hvernig er það? Sástu það?
– Þau skilja það eftir heima.
– Hvað áttu við með því að þau skilji það eftir heima. Aleitt?
Pol yppir öxlum. Ég botna ekkert í því að honum finnist það ekki
skrítið, en bið hann að segja mér nákvæmlega allt meðan ég held áfram
undirbúningnum.
Við skildum við húsið eins og við værum að fara í langferð. Fórum
í yfirhafnir og héldum af stað. Eplakakan var í kjöltunni á mér og ég
passaði upp á að hún snerti ekki pilsið. Ég hugsaði um það sem ég ætla
að segja, um allt sem mig langaði að spyrja Nabel. Ef Pol byði Arnol
upp á vindil og þær yrðu einar fengi hún tækifæri til að spjalla við hana
um persónuleg málefni. Kannski hefði Nabel líka notað kerti og sífellt
hugsað um frjósama hluti, og þar sem þau voru nú komin með eitt, þá
gætu þau sagt okkur nákvæmlega hvað ætti að gera.
Við þenjum bílflautuna þegar við rennum í hlað og þau koma sam
stundis út til að taka á móti okkur. Arnol er hávaxinn, klæddur í galla
buxur og rauðköflótta skyrtu; hann heilsar Pol og faðmar hann innilega
eins og gamlan vin sem hann hefur ekki séð lengi. Nabel birtist bak við
Arnol og brosir til mín. Mér sýnist okkur eiga eftir að koma vel saman.
Hún er líka há eins og Arnol en grönn og í svipuðum fötum. Ég finn
fyrir því að ég er of sparilega klædd. Að innan minnir húsið á gamalt
fjallahótel. Veggir og loft úr viði, stór arinn í stofunni og gærur á gólfi
og hægindastólum. Húsið er bjart og vel kynt. Reyndar er þetta ekki
eftir mínum smekk, þótt mér finnist þetta fínt, og ég endurgeld bros
Nabelar. Það er dásamlegur ilmur í lofti af salsasósu og grilluðu kjöti.
Mér sýnist Arnol vera kokkurinn, hann líður um eldhúsið og færir til
óhreint leirtau og segir Nabel að bjóða okkur inn í stofu. Við setjumst
í sófann. Hún færir okkur vín og bakka með snarli og Arnol kemur að
vörmu spori. Það er margt sem mig langar að spyrja um: Hvernig náðuð
þið því, hvernig er það, hvað heitir það, er það duglegt að borða, hefur
læknir skoðað það, er það jafn fallegt og þau í borginni? En samtalið
dregst á langinn, um ómarkverða hluti. Arnol gefur Pol ráð um skor