Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 131
U m S a g n i r U m B æ k U r 131 sig á forminu og sent frá sér smásagna­ söfn. Ástin Texas er þó að vissu leyti annað og meira en smásagnasafn, því sögurnar tengjast innbyrðis og styðja við hver aðra, en slík verk hafa verið kölluð sagnasveigar. Það sem tengir sögurnar í bókinni saman í þessu tilviki er ekki endilega ákveðin persóna, tími eða staður, heldur fjalla allar sögurnar að einhverju leyti um ástina og áhrifin sem hún hefur á fólk. Hún hefst þó á fullyrðingu ættaðri frá Lacan um að ástarsambönd séu ekki til. Það ætti að vera fyrsta vísbendingin um að þó sögurnar séu um ást, þá séu þetta ekki ástarsögur í eiginlegri merk­ ingu. Ástin í sögunum er ekki sú hreina, göfuga „og þau lifðu hamingjusöm til æviloka”­ást sem við þekkjum úr ástar­ sögum og rómantískum gamanmynd­ um, heldur kynjaskepna, öllu erfiðari viðfangs. Einn stærsti kosturinn við bókina eru ofurnæmar lýsingar Guðrúnar á hvers­ dagslífinu, hlutum og fólki. Hún dregur upp ljóslifandi myndir af persónum sínum með óteljandi pennastrikum í formi hversdagslegra orða og gjörða. Þó að atburðirnir séu hversdagslegir hver fyrir sig sýna þeir hvernig lífi persón­ anna í bókinni er stjórnað af ástinni, í öllum hennar mismunandi formum. Sameinaðir stöndum vér Mikil gróska hefur verið í smásagna­ skrifum síðustu ár en það sem hefur lengst af hamlað henni eru erfiðleikar við að koma henni til lesenda. Það vandamál má að einhverju leyti rekja til þess að ein helsta leiðin til að afla tekna af smásögum er með því að gefa út smá­ sagnasöfn. Smásagnasöfn eru að mínu mati með verri leiðum til að njóta smá­ sagna. Þegar smásögum er hrúgað saman í safn eiga góðu sögurnar það til að týnast í fjöldanum og þær slöppu renna saman í eina óeftirminnilega heild. Það krefst aga af lesandanum að lesa eina og eina sögu í senn án þess að hlaupa beint í þá næstu áður en maður meltir söguna til fulls. Smásagnasöfn eiga líka oft við ímyndarvanda að stríða og margir falla í þá gildru að líta á þau sem litla systkini skáldsögunnar. Þau eru gefin út í svipuðu broti og oft er munurinn alls ekki augljós af kápunni að dæma. Í því samhengi geldur smá­ sagan tengingarinnar við hinar sögurn­ ar í bókinni og fær ekki að standa sem sjálfstætt verk heldur er lesin í samhengi við allt safnið. Sem sölu­ og markaðs­ vara eru smásagnasöfn mun hentugri en stakar sögur og verður því væntanlega við það að una enn um sinn að flestar smásögur birtist eingöngu í knippi með öðrum. Svona eins og ef eina leiðin til að hlusta á tónlist væri að kaupa heilar plötur og hlusta á þær út í gegn. Ef smásagnasöfn eru hljómplötur þá eru sagnasveigarnir konsept­plöturnar. Hver saga, eða hvert lag leggur sitt af mörkum til að skapa heildaráhrif en geta þó líka staðið á eigin fótum sem sjálfstæð verk. Sagnasveigurinn verður þar af leiðandi heildstætt verk þó það samanstandi af sjálfstæðum einingum og þegar vel tekst til geta þessi verk betur en nokkuð annað tekið saman andrúmsloft tíma, staðar, iðnaðar eða hvaða hluta samfélagsins sem hópur ein­ staklinga myndar. Það má gera sér í hugarlund að lesendur sem eru vanari skáldsögum séu líklegri til að falla fyrir sagnasveigum heldur en hefðbundnum smásagnasöfnum. Í Ástin Texas er þessi leið farin, fimm óskyldar sögur tengjast að því leytinu til að þær segja allar frá upplifun kvenna af ástinni og sambönd­ um við annað fólk í Reykjavík samtíma okkar. Þessi gegnumgangandi umfjöllun um ástina sýnir á henni margar hliðar. Persónurnar sjálfar eiga ekki margt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.