Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 46
46 B ó k m e n n ta H át í ð – Til hægri, segir hann, – klósettið er til hægri. Ég fylgi Pol eftir með augunum þangað til hann hverfur loks inn í baðherbergið. Arnol stendur kyrr um stund, snýr baki í mig og horfir inn eftir ganginum. – Arnol, segi ég, þetta er í fyrsta skipti sem ég nefni nafn hans, – á ég að gefa þér á diskinn? – Já endilega, segir hann, lítur aðeins á mig og snýr sér svo aftur að gang inum. – Hérna, segi ég og ýti fyrsta diskinum á sinn stað, – hafðu ekki áhyggjur, hann verður kannski svolítið lengi. Ég brosi til hans, en bros mitt er ekki endurgoldið. Hann kemur aftur að borðinu og sest í sætið sitt, og snýr bakinu í ganginn. Hann sýnist órólegur, loks sker hann stóra sneið af kökunni með gafflinum og ber að munninum. Ég horfi á hann hissa og held áfram að skammta. Nabel kallar úr eldhúsinu og spyr hvernig við viljum hafa kaffið. Ég er að því komin að svara þegar ég sé Pol læðast af klósettinu yfir að herberginu. Arnol horfir á mig og bíður eftir svari. Ég segi að okkur finnist allt kaffi gott, sama hvernig það er. Þá kviknar ljós í herberginu við endann á ganginum. Síðan er nokkurra sekúndna þögn og þar á eftir heyri ég holan hvell, eins og eitthvað þungt hafi dottið á teppi. Arnol er í þann mund að snúa sér í áttina að ganginum og þess vegna segi ég: – Arnol. Hann lítur á mig og er að því kominn að standa á fætur. Ég heyri annan dynk, strax á eftir hrópar Pol og eitthvað fellur á gólfið, kannski stóll; þungt húsgagn sem dregst eftir gólfinu og síðan eitthvað sem líkist brothljóði. Arnol grípur riffilinn sem hangir á veggnum og hleypur inn eftir ganginum. Ég stend upp og stekk á eftir honum, þá bakkar Pol út úr herberginu en mænir áfram þangað inn. Arnol stefnir beint í áttina til hans og Pol bregst við, slær hann og ætlar að hrifsa af honum riffilinn, ýtir honum til hliðar og hleypur í áttina til mín. Þótt ég átti mig engan veginn á því hvað er að gerast, leyfi ég honum að taka undir handlegginn á mér og við förum út. Ég heyri ískrið í hjör­ unum þegar dyrnar lokast hægt að baki okkar, og rétt á eftir hávaða þegar hurðinni er hrundið upp. Nabel öskrar. Pol fer upp í pallbílinn og ræsir hann, ég stíg upp í mín megin. Við bökkum og eitt andartak skína bílljósin á Arnol sem hleypur í áttina til okkar. Við keyrum um stund eftir veginum og þegjum, reynum að róa okkur. Skyrta Pols er rifin, hægri ermin nánast farin af og úr djúpum rispum á handleggnum rennur blóð. Við nálgumst húsið okkar á feikna­ hraða og á feiknahraða förum við framhjá því og fjarlægjumst það. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.