Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 36
36
B ó k m e n n ta H át í ð
Rúnar Helgi Vignisson
Sannsögur um makamissi
carolina Setterwall og tom malmquist
„Það er erfitt að lifa en ekki að skrifa um það,“ segir Carolina Setterwall í
viðtali um bók sína Vonum það besta (2018) þar sem hún lýsir einni erfiðustu
lífsreynslu sem manneskja getur lent í, makamissi. „Att leva är svårt, men
inte att skriva om det.“1 Í lok október árið 2014
ákveður hún að sofa ekki í hjónaherberginu
heldur í barnaherberginu hjá tæplega níu mánaða
gömlum syni sínum, eins og hún hefur iðulega
gert vegna þess hvað hann er órólegur á nótt
unni. Þegar hún vaknar morguninn eftir og vitjar
mannsins síns reynist hann vera látinn, einungis
þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Tom Malmquist,
annar sænskur höfundur, lýsir því í bókinni
Hvert andartak enn á lífi (2015) hvernig barns
hafandi kona hans veikist skyndilega af bráða
hvítblæði og deyr síðan nokkrum dögum eftir að framkvæmdur hefur verið
keisaraskurður. Eftir stendur hann með nýfætt barn og þúsund spurningar.
„Att leva är svårt, men inte att skriva om det.“ Sum okkar kynnu að halda
öðru fram varðandi síðari liðinn, enda fela skrifin í sér að endurupplifa hina
erfiðu lífsreynslu. Um leið getur það hjálpað fólki að vinna úr í áföllum eins
og Anna Ingólfsdóttir, aðalhöfundur bókarinnar Makalaust líf (2012), hefur
bent á. Hún skráði einmitt niður reynslu sína af veikindum og missi manns
síns jafnóðum og það segir hún hafa hjálpað sér við úrvinnslu sorgarinnar.2
Að skrifa er að hugsa og höfundurinn er tilfinning heimsins.3 Þetta hafa
margir reynt, enda á mannkynið ótal sögur um missi og hörmungar. Frægar
eru bækur bandarísku rithöfundanna Joyce Carol Oates og Joan Didion um
makamissi. Sú síðarnefnda skrifar sína bók, The Year of Magical Thinking
(2005), á meðan hún gengur í gegnum sorgarferlið og ber hún þess merki. Hún
byrjar á henni sama dag og maður hennar deyr og skrifar hana á 88 dögum.
Tilganginn með skrifunum segir hún vera að átta sig á tímanum sem fór í
hönd, vikum og mánuðum sem brutu upp allar fastmótaðar hugmyndir sem
hún hafði haft „um dauðann, um sjúkdóma, um líkur og heppni, um lán og
lánleysi, um hjónaband og börn og minni, um sorg, um það hvernig fólk fæst