Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 7
r oy J a c o B S e n , S ö g U m a ð U r o g H ú m o r i S t i 7 menntahátíð og höfum oft síðan hist eða heimsótt hvor annan. Á þingum og stefnum er Roy mjög í félagsskap Íslendinga enda er gamansemi hans og samtalslist mjög í anda þess sem við eigum að venjast eins og ég gat um hér í byrjun. Hjá sumum þjóðum ber mun meir á því að fólk stundi skynsam­ legar rökræður og skoðanaskipti er það situr saman á meðan okkar hefð er kannski meira í þeim anda að rifja upp menn og atvik og segja sögur. Eitt sinn vorum við tveir ásamt fleiri norrænum höfundum á bókmenntahátíð í Póllandi, bæði í Varsjá og Poznan vestar í landinu og sem lengi tilheyrði Prússlandi. Eftir lok umræddra bókmenntadaga tókum við okkur saman tveir og héldum til Krakow, í því skyni að skoða Auschwitz­fangabúðirnar illræmdu, en um þá eftirminnilegu heimsókn okkar skrifaði ég frásögn sem birtist í bókinni Hvar frómur flækist (2004). Í bókinni eru nokkrar myndir, meðal annars ein sem ég tók af gömlu torgi í Varsjá og í myndatexta er því bætt við að á torginu megi sjá norska höfundinn Roy Jacobsen. Þegar hann fékk bókina í hendur hringdi hann til mín og hló mikið og benti mér á að á myndinni sæjust einnig tveir af frægustu núlifandi höfundum Norðurlanda, þau P.O. Enquist og Märta Tikkanen, án þess að þeirra væri getið. Og Roy sagði hlæjandi í símann að samkvæmt þessu væri frægð sín orðin allmiklu meiri en hann hefði reiknað með. Annar maður í norræna bókmenntabransanum og sem lengi hefur starfað við útgáfu sótti rétt eins og Roy oft í félagsskap Íslendinga og hafði mjög skemmtilegt auga fyrir sagnalist og gamansemi. Svo fréttum við að hann væri búinn að venda sínu kvæði í kross, hættur í forlagsbransanum og kominn í háa stöðu hjá einu af stærstu leikhúsum Norðurlanda. Okkur sumum fannst sem þetta væru ekki sérlega góðar fréttir, menn söknuðu hans úr faginu og sjálfur var ég efins um að hann myndi þrífast í sérkennilegu andrúmslofti leikhúsbransans, enda fór það svo að hann sagði upp með hvelli og blaða­ fyrirsögnum eftir aðeins tæpt ár á nýja staðnum. Þegar ég hitti hann næst og spurði hvers vegna hann hefði hætt svona fljótt velti hann um sinn vöngum og sagði svo: Þau í leikhúsinu föttuðu ekki minn íslenska húmor. Og ég hugsaði: Svona hefði líka farið fyrir vini mínum Roy Jacobsen.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.