Morgunblaðið - 04.04.2019, Side 2

Morgunblaðið - 04.04.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 60+ meðÖnnu Leu ogBróa Frá kr. 144.900 13. maí í 15 nætur Costa del Sol NÝTT Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Velferðarsvið og Félagsbústaðir vilja reisa þarna sérstakt búsetuúr- ræði fyrir fólk í þjónustuflokki þrjú, en í þeim flokki eru geðfatl- aðir og fólk með fíknivanda,“ segir Hildur Bergþórsdóttir, íbúi í Selja- hverfi í Breiðholti, við Morgun- blaðið. Vísar hún í máli sínu til fyrirhug- aðra breytinga á deiliskipulagi lóð- arinnar Hagasel 23 í Breiðholti í Reykjavík. Felur breytingin í sér að heimilt verður að byggja 2. hæða íbúðarhús fyrir 8 íbúðir. Ein íbúðin er ætluð þeim starfsmönnum sem þjónusta íbúana, en hámarks- byggingarmagn er 600 fermetrar. Hildur segir marga íbúa hverfis- ins hafa áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu og velferð barna sinna, en svæðið mun vera mikið sótt af börnum og því undrast íbúar þá ákvörðun að setja svo viðkvæma og krefjandi þjónustu á þennan stað. Þá hafa alls 784 íbúar ritað undir mótmælalista sem sendur verður Reykjavíkurborg. „Mótmælum breytingu á deili- skipulagi á Hagaseli 23 sem við teljum ógn við öryggi barna. Sam- kvæmt heimasíðu Félagsbústaða mun nýtt húsnæði í Hagaseli 23 hýsa fólk í þjónustuflokki III sem er fólk með geðfötlun og virkan fíknivanda. Við mótmælum því að slíkt úrræði sé staðsett á sömu lóð og frístund og félagsmiðstöð barna í hverfinu við Hólmasel,“ segir í mótmælabréfinu. Opið verður fyrir athugasemdir til 16. apríl nk. Ekki fólk með fíknivanda Regína Ásvaldsdóttir er sviðs- stjóri velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar. Hún segir ekki standa til að fólk með virkan fíknivanda verði hýst í þessu búsetuúrræði. „Við er- um með sérstök úrræði fyrir fólk í virkum fíkniefnavanda og þetta er ekki sá hópur sem þarna verður,“ segir hún og bendir á að í upp- byggingaráætlun Reykjavíkur- borgar sé verið að leita að úrræð- um fyrir á annað hundrað manns með skilgreinda fötlun, m.a. geð- fötlun. „Að okkar mati er mjög mik- ilvægt að fá lóðir fyrir þessa bú- setukjarna, sem eru nú þegar í flestum hverfum borgarinnar.“ Fjölmargir íbúar mótmæla  Hátt í 800 ritað undir mótmæli gegn búsetukjarna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðholt Margir eru ósáttir. Veggjakrot er hvimleitt vandamál; ósiður fólks sem málar bæinn án þess að skeyta um afleiðingarnar. Húseigendur bregðast gjarnan skjótt við og láta mála yfir ósómann eins og sást við Vatnsstíginn í Reykjavík í gær. Málað yfir Óla prik Morgunblaðið/Eggert Guðni Einarsson Jóhann Ólafsson Þórunn Kristjánsdóttir „Ég er saklaus,“ sagði Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommuleikari Sigur Rósar, þegar skattamál hljóm- sveitarinnar og endurskoðanda hennar voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Ákært er fyrir meint skattsvik upp á samtals 150 milljónir. Orri Páll, Jón Þór Birgisson, Georg Holm og Kjartan Sveinsson, fyrrverandi og núverandi liðsmenn Sigur Rósar, eru ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arð- greiðslur. Auk þess er einn endur- skoðandi ákærður. Þeir komu allir, nema endurskoðandinn, fyrir dóm í gær og neituðu sök. Fyrirtaka í mál- unum verður 20. maí. Allir eru þeir, nema Kjartan, ákærðir fyrir meiriháttar skatta- lagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Í ákæru Kjartans kemur fram að hann hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum 2012 og 2014. Meint skattsvik Jóns Þórs Birg- issonar, söngvara í Sigur Rós, og endurskoðanda hans, Gunnars Þórs Ásgeirssonar, nema samtals 190 milljónum króna. Jón og Gunnar voru við þingfestingu í morgun ákærðir fyrir að komast undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 millj- ónir, sem og 43 milljóna. Ákæran um brotin sem nema 146 milljónum króna var lögð fram við þingfestingu meintra skattsvika liðs- manna Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæran varðar Jón og félag í hans eigu, Frakk slf. Orri Páll Dýrason, sem hætti í Sigur Rós síðasta haust, er ákærður fyrir að hafa komist hjá greiðslu tekjuskatts upp á 36 milljónir og fjármagnstekjuskatts upp á 9,5 milljónir. Frá því var greint í mars 2018 að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð- inu hefði kyrrsett eignir liðsmanna Sigur Rósar upp á 800 milljónir, að kröfu tollstjóra. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kyrrsetn- inguna í ágúst. Þá kom fram að meint skattabrot þriggja liðsmanna sveitarinnar hefðu verið til rann- sóknar frá því í janúar 2016. Neituðu sök í skattamáli  Liðsmenn Sigur Rósar og endur- skoðandi ákærðir fyrir meint skattsvik Morgunblaðið/Eggert Þingfesting Liðsmenn Sigur Rósar neituðu allir sök fyrir héraðsdómi. Alls bárust 23 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu. Umsækjendur eru: Aðalsteinn Magnússon rekstrarhagfræð- ingur, Dagmar Sigurðardóttir sviðsstjóri, Einar Örn Héðinsson framkvæmdastjóri, Friðrik Ólafsson verkfræðingur, Geirþrúður Alfreðs- dóttir, verkfræðingur og flugstjóri, Guðjón Skúlason forstöðumaður, Guðmundur I. Bergþórsson verk- efnastjóri, Hafsteinn Viktorsson for- stjóri, Halla Sigrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Halldór Ólafs- son Zoëga deildarstjóri, Hlynur Sig- urgeirsson hagfræðingur, Inga Guð- rún Birgisdóttir mannauðsstjóri, Jón Gunnar Jónsson fram- kvæmdastjóri, Jón Karl Ólafsson ráðgjafi, Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri, Margrét Hauks- dóttir forstjóri, Reynir Sigurðsson framkvæmdastjóri, Róbert Ragn- arsson, framkvæmdastjóri og stjórnsýsluráðgjafi, Sigrún Birna Sigurðardóttir ráðgjafi, Stefán Vil- bergsson verkefnastjóri, Trausti Harðarson ráðgjafi, Þorkell Hróar Björnsson framkvæmdastjóri og Þórólfur Árnason, núverandi for- stjóri Samgöngustofu. 23 um- sækjendur um starfið  Embætti forstjóra Samgöngustofu Þórólfur Árnason Fiskvinnslufyrirtækið Toppfiskur hefur verið úrskurðað gjaldþrota, samkvæmt upplýsingum frá ríkis- skattstjóra. Ljóst er að tugir manns hafa þar með misst vinnuna en meðalfjöldi starfa í fyrirtækinu á árunum 2016 og 2017 var 64. Rakel Pálsdóttir, kynningarstjóri Eflingar, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að um 40 starfsmenn Toppfisks hefðu leitað aðstoðar stéttarfélagsins í kjölfar gjald- þrotsins. Tap af rekstri félagsins á árinu 2017 nam 280,1 milljón kr. Bókfært verð eigna í efnahagsreikningi nam 1.211,7 milljónum í árslok 2017. Toppfiskur í þrot og tugir án atvinnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.