Morgunblaðið - 04.04.2019, Side 6

Morgunblaðið - 04.04.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 NÝRIN BÆ KL GUR STÚTFULL UR AF SPENNAN DI GRÆJUM PÁSKA BÆKLING UR Síldarvinnslan hf. hefur sagt upp fjórum starfsmönnum við löndun hjá útgerðinni í Neskaupstað. Þetta staðfesti Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, í samtali við mbl.is í gær, en upp- sagnirnar voru tilkynntar starfs- mönnum í síðustu viku. Hann sagði að ekki væri með beinum hætti verið að leggja niður störf, heldur væri um að ræða skipulagsbreytingar. Loðnubrestur og samdráttur í þjóðfélaginu hlyti að kalla á að farið sé ofan í kjölinn á öllum rekstri. „Fyrirtækin í kringum okkur eru með verktaka í þessu. Við sögðum mönnum upp með þriggja mánaða fyrirvara og það er alveg ljóst að það er ekki mikið hráefni vænt- anlegt í júní og júlí. Meðal annars þess vegna er verið að ráðast í þess- ar skipulagsbreytingar. En það verður áfram landað úr skipunum, sagði Gunnþór. sh@mbl.is Síldarvinnslan sagði upp fjórum við löndun Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist í yfirlýsingu bera fulla ábyrgð á því hvernig fór fyrir félaginu. Hann hafi lagt fjóra milljarða af sínum fjár- munum í félagið. „Sem eigandi og forstjóri WOW air ber ég mikla ábyrgð á því hvernig fór. Ég hef aldrei skorast undan þeirri ábyrgð eða reynt að koma sök- inni á aðra. Staðreyndin er sú að ég trúði því og trúi enn að þetta einstaka flugfélag sem við hjá WOW air byggðum upp hafi brotið blað í ís- lenskri flugsögu með því að bjóða fargjöld og áfangastaði sem höfðu aldrei sést áður á glænýjum Airbus- flugvélum,“ skrifaði Skúli sem telur eðlilegt að fjallað sé um sögu WOW, ris þess og fall, eftir gjaldþrotið. „Á árunum 2015 og 2016 óx og dafnaði WOW air mun hraðar og bet- ur en nokkur hafði trú á og skilaði fé- lagið um 5 milljörðum í hagnað. Lág- gjaldamódelið eins og lagt var upp með í byrjun virkaði vel og á fullan rétt á sér á Íslandi líkt og annars staðar. En þessi mikla velgengni átti líka sinn þátt í því að við fórum fram úr sjálfum okkur og eftir á að hyggja vildi maður óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi,“ skrifar Skúli og nefnir mestu mistökin. Breiðþoturnar dýrkeyptar „Í fyrsta lagi var ákveðið að fljúga til fjarlægðari staða og taka í notkun 350 sæta Air-bus A330 breiðþotur. Þar með gátum við hafið flug til fjar- lægari staða eins og Los Angeles, San Francisco, Miami, Dallas og Delhi með það að markmiði að gera Ísland að alþjóðlegri tengistöð á milli Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu, ekki ósvipað og Finnair hefur gert með góðum árangri í Helsinki. Þetta var háleit sýn og markmið sem við höfðum fulla trú á en þetta reyndist því miður óhemju dýrt og flókið verk- efni og við vanmátum hversu alvar- legar afleiðingar breiðþoturnar myndu hafa á rekstur félagsins, sér- staklega eftir að olíuverð fór að hækka hratt á haustmánuðum 2018. Í öðru lagi fjarlægðumst við lág- gjaldastefnuna og fórum að bæta við viðskiptafarrými og meiri þjónustu sem á alls ekki heima í lággjaldamód- elinu. Þetta jók flækjustigið enn frekar og undirliggjandi kostnað fé- lagsins. Þetta reyndist okkur dýr- keypt og eftir á að hyggja hefðum við átt að halda fast í það að vera hrein- ræktað lággjaldafélag,“ skrifaði Skúli og vék að þriðja atriðinu sem fór úrskeiðis. Félagið hefði þannig átt að sækja fjármagn á grunni góðs árangurs 2015 og 2016 til að styrkja eiginfjár- grunn félagsins. Þannig hefði verið hægt að efla félagið verulega áður en lagt var í frekari vöxt þess. Rekstrarumhverfið erfitt Skúli skrifar að jafnframt hafi um- hverfi flugfélaga verið mjög erfitt undanfarið ár. Það birtist í því að sjaldan hafi fleiri flugfélög farið í þrot en undanfarna mánuði. „Þar vegur hækkandi olíuverð þungt en það fór í hæstu hæðir skömmu eftir skuldabréfaútboðið okkar sem hafði veruleg neikvæð áhrif á allar okkar áætlanir. Jafn- framt hafði gjaldþrot Primera Air skömmu eftir að við kláruðum skuldabréfaútboðið okkar verulega neikvæð áhrif. Með falli Primera Air breyttist viðhorfið hjá svo til öllum okkar birgjum og fóru birgjar og færsluhirðar fram á meiri tryggingar og staðgreiðslufyrirkomulag í öllum sínum viðskiptum við WOW air. Þetta hafði gríðarlega miklar af- leiðingar á mjög skömmum tíma. Við höfðum reiknað með því að fá betri fyrirgreiðslu í kjölfar skuldabréfaút- boðsins en vegna falls annarra flug- félaga, mikils og slæms umtals um fluggeirann í heild sinni í aðdraganda útboðsins versnuðu kjör okkar í kjöl- farið á útboðinu þvert á okkar spár.“ Skúli skrifar að jafnframt hafi dregið verulega úr sölu hjá félaginu „vegna slæms umtals sem veikti traust almennings á félaginu“. Þá hafi krónan, verkföll og íslenskt um- hverfi ekki gert félaginu „lífið auð- veldara undanfarna mánuði“. Setti milljarða króna í félagið Skúli upplýsir að hann hafi fjárfest í WOW air fyrir um 4 milljarða króna allt frá stofnun félagsins. „Núna er ljóst að ég mun fá lítið sem ekkert af því til baka. Ég var það sannfærður um að við værum á réttri leið að ég lánaði WOW air 600 milljónir króna í janúar 2018 eftir að fall Kortaþjón- ustunnar setti verulegt strik í reikn- inginn hjá okkur. Jafnframt fjárfesti ég aftur fyrir um 750 milljónir króna í skuldabréfaútboðinu í september 2018 ásamt öðrum fjárfestum. Til að geta tekið þátt í skuldabréfaútboðinu fór ég í persónulega ábyrgð og veð- setti bæði húsið mitt og jörð í Hval- firði. Ég mun að öllum líkindum þurfa að selja hvort tveggja til að standa undir mínum persónulegu skuldbind- ingum og ábyrgðum vegna WOW air. Ég hef því lagt allt undir í þessari vegferð,“ skrifar Skúli sem áætlar að beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af starfsemi WOW air hafi numið hundruðum milljarða króna undan- farin ár. baldura@mbl.is Fjárfesti fyrir fjóra milljarða í WOW air  Skúli Mogensen segist ekki skorast undan ábyrgð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Athafnamaður Skúli Mogensen lítur um öxl í yfirlýsingu um fall WOW air. Hefur enga aðkomu » Skúli segir hvorki hann né félög tengd honum hafa nokkra aðkomu að félögunum Sog og Tungnaa, sem WOW air var með tvær vélar í leigu hjá. » Eigandi þessara flugvéla sé Goshawk sem sé stórt flug- vélaleigufyrirtæki með starf- stöðvar í Dublin og Hong Kong. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfa innan Vatnajökulsþjóðgarðs þurfa að gera samning um starfsemina og sækja um leyfi fyrir henni þar. Þau þurfa meðal annars að upp- fylla reglur um öryggi starfsmanna og ferðamanna og uppfylla reglur um umgengni. Reglur þess efnis ganga í gildi að öllum líkindum á næstu mánuðum. Á síðasta ári kom yfir ein milljón ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarð. „Við erum að reyna að ná tökum á flóknu ástandi. Gífurlegur vöxtur hefur verið í ferðaþjónustunni und- anfarið og við erum að beisla þetta núna. Við viljum kortleggja hverjir eru í þjóðgarðinum og hvað þeir eru að gera,“ segir Magnús Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Unnið er að þessari atvinnu- stefnu í þjóðgarðinum í samvinnu við meðal annars Samtök ferða- þjónustunnar, hagsmunaaðila á svæðunum og fleiri svo fátt eitt sé nefnt. Í atvinnustefnunni verða skýrari reglur um samskipti við þjóðgarðinn. Fljótlega verður at- vinnustefnan sett í samráðsferli og stefnt er að því að hún verði gefin út í maí. Ekki hægt að vita allt um alla „Það er ógerningur að vita allt um alla. Okkar vandi er sá að Vatnajökulsþjóðgarður þekur 14% af yfirborði landsins. Það er ekki möguleiki eins og staðan er núna að vera með einhvers konar passa sem fólk þarf að vera með þegar það kemur,“ segir Magnús spurður hvort hægt sé að skylda fólk sem ferðast í lengri ferðir innan þjóð- garðsins að skila ferðaáætlun. Fyrr í vikunni voru björgunar- sveitir kallaðar út vegna Frakka sem hyggst ganga þvert yfir há- lendið á 2-3 vikum. Hann hafði ekki skilið eftir ferðaáætlun hjá björg- unarsveitunum og fyrir vikið var erfiðara að finna hann á hálendinu. Maðurinn var hins vegar með neyð- arsendi og hafði haft samband við Safe travel áður en hann lagði af stað. Maðurinn óskaði ekki sjálfur eftir aðstoð heldur aðstandandi. Maðurinn reyndist heill á húfi. Magnús bendir á að þetta sé nokkuð flókið mál og erfitt sé að ná eyrum og augum allra. Hins vegar er verið að vinna að því að reyna að ná utan um þorra fólksins sem kemur með atvinnustefnunni og aukinni fræðslu til ferðamanna. Láti vita ef það eru „skussar í hópnum“ Leyfin sem fyrirtækin þurfa að sækja um eru rafræn. Eftirliti með þeim má líkja við að eiga bíl. Eig- anda bílsins ber skylda til að láta skoða hann á hverju ári og hann má búast við að geta verið stopp- aður hvenær sem er. Ljóst er að ekki verður hægt að stoppa hvern einn og einasta mann í þjóðgarð- inum. „Fólk vill vera með hlutina í lagi og ég tel að þeir sem eru með leyfi láti vita ef það eru einhverjir skussar í hópnum,“ segir Guð- mundur. Morgunblaðið/RAX Vatnajökulsþjóðgarður Fyrirtæki sem ætla að starfa innan garðsins þurfa að sækja um sérstakt leyfi til þess og gera samning við stjórn garðsins. Þurfa leyfi í þjóðgarðinum  Ferðaþjónustufyrirtæki geri samning við Vatnajökulsþjóðgarð Jón Helgason, fv. al- þingismaður, ráðherra og forseti sameinaðs þings, lést á Hjúkr- unarheimilinu Klaust- urhólum á Kirkjubæj- arklaustri að kvöldi 2. apríl sl. á 88. aldursári. Jón fæddist í Segl- búðum í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu 4. október 1931, sonur Helga Jónssonar, bónda í Seglbúðum, og konu hans, Gyðríðar Pálsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi frá MR ár- ið 1950 og tók við búi móður sinnar í Seglbúðum að stúdentsprófi loknu og var bóndi þar til ársins 1980. Jón var kjörinn alþingismaður Suðurlands fyrir Framsóknarflok- inn árið 1974 og sat á Alþingi til 1995. Hann var forseti sameinaðs þings árin 1979-1983 og forseti efri deildar 1988-1991. Hann gegndi embætti land- búnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra árin 1983-1987 og emb- ætti landbún- aðarráðherra 1987- 1988. Jón gegndi fjöl- mörgum opinberum trúnaðarstörfum, bæði fyrir heimahérað sitt og á landsvísu. Árið 1961 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Þorkels- dóttur, f. 21. apríl 1929. Börn þeirra eru: Helga og Bjarni Þorkell og fóst- ursonurinn Björn Sævar Einarsson. Andlát Jón Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.