Morgunblaðið - 04.04.2019, Side 36

Morgunblaðið - 04.04.2019, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Athygli vaktiað herflug-vélar Rússa skyldu sækja Ís- land heim á 70 ára afmæli Nató og að- ildar landsins að því. Ítalskar herþotur banda- lagsins sem þá voru hér fóru að vélunum. Núverandi eftirlit er vissulega götótt en það þýðir þó ekki að viðbúnaðurinn sé ófullnægjandi. En þótt vel færi á því að birta fréttir um þennan atburð þá er rétt að hafa sam- hengi þessara þátta í huga- .Eins og kom fram í svari utan- ríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins eru ferðir óboðinna herflugvéla Rússa um loftrýmið nú fágætar eða að jafnaði þrjár vélar á ári. Sum ár koma engar vélar þeirra hér við. Albert Jónsson, sendiherra og fyrrverandi sérfræðingur forsætisráðherra og utanrík- isráðherra um utanríkis- og ör- yggismál, heldur úti fróðlegri vefsíðu um alþjóðamál og þá ekki síst þau sem tengjast stöðu og hagsmunum Íslands með einhverjum hætti. Þar kemur fram að í desember sl. flugu tvær sprengjuþotur hér um á leið sinni til Venesúela. Allmörgum vikum síðar varð hernaðarlegur atbeini Rúss- lands við hið aðþrengda ríki umræðuefni bandarískra fjöl- miðla og talað var um ögrun við Bandaríkin í því sambandi. Á vefsíðu Alberts Jónssonar kemur fram að hernaðarflug Rússa fjarri eigin yfirráða- svæði tengist ekki síst Bret- landi, Alaska og Ís- landi. „Flestar hafa þær verið við Bretland. Þá hefur verið töluvert um flug rússneskra hervéla nær Rúss- landi í námunda við Norður- Noreg en einnig suður með Noregsströnd og þá oft þær sömu og sjást við Bretland.“ Þar kemur einnig fram að um- ferð rússneskra kafbáta nærri Íslandi hafi aukist nokkuð en hún lagðist nánast af eftir fall Sovétríkjanna. Albert segir að lítil hern- aðarumsvif Rússa nærri Ís- landi endurspegli það að þótt rússneski herinn sé öflugur í nágrenni Rússlands hafi hann mjög takmarkaða getu utan þess svæðis sem muni þó breytast að því leyti „að skip hans, kafbátar og flugvélar verða í framtíðinni líklega búin langdrægari stýriflaugum en nú er, sem skjóta má frá nær- svæðum Rússlands á skotmörk á landi í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð“. Hvað sem öllu þessu líður og þá m.a. því að Rússar hafi tekið nýja kafbáta í notkun er ljóst að herstyrkur þeirra er enn mun veikari en áður var og við- haldsþörf búnaðarins frá sov- éttímanum eykst hratt og er mjög þungbær eins og fjárhag Rússlands er háttað. Og hvað loftrýmið varðar eru þessar tölur sláandi: Þrjár flugvélar koma óboðnar hingað að jafnaði á ári hverju en 170 vélar komu árlega í kalda stríð- inu. Óboðnar hervélar Rússa eru fágæti sé miðað við það sem áður var} Sláandi munur George Clooney,lögulegi leik- arinn frægi, hefur verið í fréttum vegna hvatningar hans um að fjáðir menn sniðgengju hótel sem soldán- inn í Brunei á hlut í. (Það mun sjaldgæft að ferða- menn viti hverjir eigi hlut í þeim hótelum sem þeir gista í). Ástæðan er sögð sú að soldán- inn sá, sem er í hópi auðugustu manna á jarðarkringlunni, hafi kynnt tillögur um að samkyn- hneigt fólk og það sem gerist sekt um framhjáhald verði grýtt til bana. Þetta er eins fjarri því að vera gamanmál eins og verða kann, en þó hlýt- ur að vera óhætt að nefna að fljótt yrði grjótskortur í Holly- wood væri síðarnefnda reglan gild þar. En mótmælin vekja óneit- anlega athygli af öðrum ástæð- um. Staðreyndin er sú að sol- dáninn í þessu smáa og fámenna ríki (íbúa- fjöldinn litlu meiri en á Íslandi og flat- armálið 0,1% af því íslenska) hefur lagt slíka tillögu fram nokkrum sinnum áður án þess að gera alvöru úr henni. En á sama tíma hafa reglubundið birst fréttir um viðurstyggilegar refsingar frá stórríkjum sem yfirvöld víða, þar með talið á Íslandi, hafa átt virðuleg samskipti við. Þá þarf varla að minna á að stjórn Írans hefur iðulega látið hengja ofsótta menn upp í háa krana og látið lík þeirra dingla lengi á opinberum stöðum fyrir „brot“ eins og samkynhneigð. Ekki dugði sá hryllingur til þess að stuðningsmenn Obama forseta andmæltu samningum hans við klerkastjórnina þar, en honum fylgdu himinháar fúlgur í reiðufé(!) notaðra seðla í dollurum, evrum og sviss- neskum frönkum. Það er ótrúverðugt þegar menn berja sér á brjóst þar sem óhætt er en láta verri þrjóta fram hjá sér fara} Gera sér mannamun S agt er að það sem aldrei hafi gerst áður geti alltaf komið fyrir aftur. Þegar bankarnir féllu fyrir rúm- um áratug kom áfallið sjálft ekki á óvart. Þjóðin hafði hvað eftir ann- að verið vöruð við og allir vissu að eitthvað hlaut að gefa eftir. Það sem kom á óvart var að gjaldþrotið varð hrun. Í fjölmiðlum var í alvöru rætt um hvort þjóðin gæti lifað af fiski og innlendum kartöflum. Um víða veröld gilda nú nýjar reglur sem eiga að draga úr hættunni á öðru bankahruni. Á Íslandi hefur eftirlit verið hert og kröfur um eigin- og lausafjárstöðu bankanna eru svo miklar að þeir kveinka sér. Það er afar ólík- legt að bankarnir falli á næstunni. Víst er það gott, en hvers vegna er þjóðin núna allt í einu í áfalli á ný? Í einu vetfangi verða þúsundir atvinnulausar. Vöxtur sem spáð var að héldi linnulaust áfram hefur allt í einu stoppað. Líklega hafa fá gjaldþrot gert jafnrækilega boð á undan sér og brotlending WOW. Þrátt fyrir það voru flugfarþegar samkvæmt fréttum „furðu lostnir“ og það „kom flestum í opna skjöldu“ þegar öllu flugi var aflýst. Allir fjölmiðlar fluttu á sama tíma gagnrýnislaust eft- irfarandi frétt: „WOW air er á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp á félaginu. Allt flug hefur verið stöðvað þangað til þeir samningar verða kláraðir.“ Enginn fréttamaður spurði hvers vegna nýju hluthafarnir vildu stoppa allt flug eða velti því fyrir sér hvort líklegt væri að þeir teldu betra að taka við félag- inu með strandaða farþega víða um heim. WOW bauð upp á ódýrar ferðir til ná- lægra og fjarlægra staða og því var fagnað af flugfarþegum. Stór hluti af fjölgun er- lendra ferðamanna á Íslandi kom til vegna WOW. En félög þurfa að skila hagnaði. Eftir mitt ár 2018 var sagt frá því að tap hefði ver- ið á rekstri árið 2017 en „horfur fyrir árið 2018 [væru] ágætar.“ Rúmlega mánuði seinna bárust fréttir af skuldabréfaútboði fé- lagsins vegna nauðsynlegrar „brúar- fjármögnunar“. Ríkisstjórnin setti sérstakan viðbragðshóp í gang. Á sama tíma var upp- lýst að WOW skuldaði ríkinu tæplega tvo milljarða króna í gjöld á Keflavíkurflugvelli. Sumir telja að ríkið hefði átt að taka við rekstri WOW með einhverjum hætti, en ég tel ákvörðun ríkisstjórnarinnar þar um hár- rétta. Hvað hefði ríkið þá getað gert betur? 1. Isavia hefði ekki átt að leyfa skuldum að hrannast upp. Hvort sem til er veð eða ekki er mikil söfnun skulda hættumerki í rekstri. Meiri skuldir þýða stærri skell. 2. Þegar fyrirtæki eru jafn mikilvæg þjóðhagslega og WOW verður að gera kröfu um gagnsæi í rekstri, skjóta og rétta miðlun upplýsinga um rekstur eins og um félög á markaði sé að ræða. Fyrst og fremst eiga stjórnvöld að vera skrefi á und- an og sjá hættuna fyrir, en einblína ekki á síðustu vá. Benedikt Jóhannesson Pistill Klár í síðustu kreppu Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sjaríalög töku gildi í soldáns-dæminu Brúnei, smáríki áeyjunni Borneó í Suð-austur-Asíu í gær. Sjaríalög eru trúarlög sem múslimar hlýða og byggjast á lífsreglum íslam eins og þær birtast í Kóraninum og had- íðum. Samkvæmt nýju refsilöggjöf- inni verða samkynhneigðir karlmenn sem stunda mök sín á milli grýttir til dauða. Samkynhneigð var þegar ólögleg í Brúnei en refsingin var áð- ur allt að 10 ára fangelsi. Dauðarefs- ingu verður einnig komið á fyrir framhjáhald, nauðgun, rán og fyrir að móðga spámanninn Múhameð. Refsingin við þjófnaði verður aflim- un. Refsing fyrir kynlíf milli tveggja kvenna verður 40 högg með staf og/ eða allt að 10 ára fangelsi. Fólk er þá bundið niður og slegið með metra löngum staf sem er um 1,27 cm á breidd. Stafahögg sem refsing hefur verið við lýði í Brúnei lengi en börn geta jafnvel verið dæmd til slíkra refsinga, þ.e. drengir undir 16 ára. Sjaríalögin í Brúnei ná að mestu leyti eingöngu til múslima, sem eru um tveir þriðji hluti íbúa landsins eða 420.000 manns. Hluti laganna nær einnig til annarra íbúa. Kynntu sér lögin í Sádi-Arabíu Brúnei kynnti fyrsta hluta sjarí- alaganna árið 2014. Æðstu embætt- ismenn landsins höfðu þá farið til Sádi-Arabíu til að kynna sér hvernig sjaríalögum er framfylgt þar, Hassanal Bolkiah soldán, sem einnig er forsætisráðherra Brúnei og einn ríkasti maður heims, tilkynnti þá að lögin myndu taka gildi í áföng- um á næstu árum. Síðasta laugardag gaf ríkisstjórn landsins hins vegar út tilkynningu á heimasíðu sinni um að sjaríalögin myndu taka gildi að fullu í gær. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum (Sþ) eru lögin sögð misk- unnarlaus, ómannúðleg og nið- urlægjandi. Sögðu Sþ þetta vera al- varlegt skref aftur á bak í mannréttindabaráttu. Matthew Woolfe, stofnandi mannréttindasamtakanna The Bru- nei Project, segir í samtali við BBC, að slæmt efnahagsástand Brúnei gæti verið ein ástæða þess að sjaría- lögunum var hraðað í gegn. „Ein kenningin er að rík- isstjórnin sé að herða tök sín í ljósi hnignandi efnahags sem gæti leitt til uppreisnar meðal íbúa,“ segir Wo- olfe. Þá gæti Brúnei einnig verið að koma á sjaríalögum til að reyna að laða að sér fjárfestingar frá öðrum múslimaríkjum eða til að auka fjölda múslimska ferðamanna. Á fréttavef BBC er rætt við fyrrverandi ríkisstarfsmann Brúnei sem flúði land í fyrra eftir að hafa verið ákærður fyrir uppreisnar- áróður er hann gagnrýndi rík- isstjórnina á Facebook. Hann segir fólkið í landinu vera hrætt. „Samfélag samkynhneigðra í Brúnei hefur aldrei verið á yfirborð- inu en þegar stefnumótaforritið Grindr [stefnumótaforrit fyrir sam- kynhneigða] varð til hjálpaði það fólki að hittast á laun. Það sem ég hef heyrt er að nú þorir enginn að nota forritið lengur,“ segir Shahiran S Shahrani í samtali við BBC. Ónafngreindur karlkyns íbúi Brúnei sem er ekki samkynhneigður en hefur hafnað íslamstrú segist í samtali við BBC „óttasleginn og dof- inn“ eftir lagabreytinguna. „Með sjaríalögunum má dæma mig til dauða fyrir að hafa gengið af trúnni.“ Samkynhneigðir verða grýttir til dauða AFP Brúnei Soldáninn Hassanal Bolkiah flytur ræðu í Bandar Seri Begawan, höfuðborg Brúnei, í gær. Hann talaði fyrir strangari túlkun á íslam. Soldáninn í Brúnei sér einnig um Brunei Investment Agency sem á fjölda hótela víðsvegar um heiminn, m.a. Dorchester- hótelið í London og Beverly Hills hótelið í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við George Clooney og Ellen De- Generes hafa opinberlega hvatt til þess, að fólk sniðgangi öll hótel í eigu soldánsins. Tónlist- armaðurinn Elton John tísti einnig um stuðning sinn við sniðgönguna. Í opnu bréfi Clooneys, sem birtist í fjölmiðlum vestanhafs, segir hann að í hvert skipti sem einhver gistir á hótelum í eigu soldánsins fari þeir peningar beint í vasann á mönnum sem ákveða að grýta eigin íbúa til dauða fyrir að vera samkyn- hneigðir eða þá eru sakaðir um framhjáhald. Elton John skrifaði í tísti sínu að hann hefði árum saman sniðgengið þessi hótel og hann muni halda því áfram. Stórstjörnur til varna SJARÍALÖG Í BRÚNEI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.