Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019
✝ Lilja Jak-obsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 20.
febrúar 1962. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 21. mars
2019.
Foreldrar henn-
ar eru Jakob Sig-
urður Árnason, f.
3. nóvember 1930,
d. 7. febrúar 2018,
og Margrét Sigurðardóttir, f.
25. júlí 1934. Alsystur hennar
eru: Anna Auðbjörg, f. 18. apríl
1956, og Árný Sigríður, f. 13.
september 1958. Samfeðra
systkini eru: Kristín Lilja Sig-
urðardóttir, f. 9. mars 1951,
Sigurbjörg Magnea Sigurð-
ardóttir, f. 9. júní 1952, og Árni
Sævar Sigurðsson, f. 24. sept-
ember 1973.
desember 2009, og Karen Lilju,
f. 15. apríl 2016.
Lilja og Sævar eignuðust
saman tvö börn. Þau eru: Davíð,
f. 22. október 1990, maki Arndís
Ósk Arnarsdóttir, f. 25. júlí
1992, og Sandra María, f. 22.
febrúar 2001.
Lilja ólst upp í Reykjavík og
sótti skóla í Laugalækjarskóla.
Að lokinni skólagöngu vann
hún ýmis störf, meðal annars í
fataverslunum og við skrif-
stofustörf. Lilja og Sævar
bjuggu í Reykjavík til ársins
1987. Þaðan fluttu þau til Nor-
egs, Danmerkur og síðan til
Hollands. Árið 2002 fluttu Lilja
og Sævar með börnin til Ís-
lands, þar sem þau stofnuðu
saman fyrirtæki. Lilja starfaði
síðast hjá Ilse Jacobsen sem
verslunarstjóri.
Útför Lilju verður gerð frá
Vídalínskirkju í dag, 4. apríl
2019, og hefst klukkan 13. Jarð-
sett verður síðar hjá Garða-
kirkju í Garðabæ.
Hinn 13. maí
1989 gekk hún að
eiga eiginmann
sinn, Sævar Þór
Óskarsson, f. 24.
apríl 1962. For-
eldrar hans voru
Bergþór Bergþórs-
son, f. 23. júlí 1940,
d. 11. ágúst 2001,
og Sigrún Davíðs-
dóttir, f. 26. júní
1945. Stjúpfaðir
Sævars var Óskar Ásgeirsson, f.
12. september 1941.
Lilja eignaðist sitt fyrsta
barn með Steinþóri Erni Ósk-
arssyni, f. 6. ágúst 1952; Írisi
Ósk, f. 16. febrúar 1982, maki
Stefán Hrafn Ólafsson, f. 10.
desember 1981. Íris á barn með
Anders Peter Möller, Anítu
Rós, f. 13. maí 2007. Íris og
Stefán eiga saman Stellu, f. 22.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt og hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín systir
Árný (Addý).
Það var okkur mikið áfall þeg-
ar við fréttum af veikindum þín-
um, elsku Lilja. Eitt áfallið enn
kom strax upp í huga okkar. Við
trúðum þessu ekki en þetta var
bláköld staðreynd. Styrkur Lilju
og Sævars hefur verið með ein-
dæmum í gegnum tíðina.
Ég hef alltaf horft á samband
þeirra sem eitthvað sérstakt.
Þegar ég segi sérstakt hafa þau
gengið í gegnum allar þrautir
með gleði í hjarta og komist
áfram þrátt fyrir allt.
Það má eiginlega segja að þau
hafi verið gerð fyrir hvort annað
því nú þegar Lilja hefur kvatt
langt fyrir aldur fram veit hún
að Sandra og fjölskyldan er í
góðum höndum Sævars. Hann
hefur svo sannarlega sýnt styrk
sinn í gegnum tíðina og við sem
þekkjum þau vitum hvers vegna
Lilja valdi hann sem lífsförunaut
og hann hana.
Aldrei hef ég séð eins mikinn
styrk og hjá þeim þegar eitthvað
hefur bjátað á. Þennan styrk sé
ég líka hjá Írisi sem er gift syni
mínum. Að finna og vita af svona
genum í fjölskyldunni gleður
hjarta mitt. Það var nú ekki ætl-
un mín að skrifa greinina um
Sævar en hann kemur bara svo
sterkt upp í huga minn þegar ég
skrifa þessa grein.
Lilja vildi alltaf flytja kær-
leika þangað sem hatur var. Hún
sá það góða í öllum. Ég man í
síðasta kaffiboði hjá Stefáni og
Írisi.
Þegar ég var að fara kallaði
Lilja: „Óli minn, leyfðu mér nú
að taka utan um þig því senni-
lega ég sé þig aldrei aftur.“
Þetta sagði hún með gamansömu
ívafi og klappaði mér létt á öxl-
ina þegar ég hvarf á braut út í
kuldann.
Þegar vikur liðu leið mér allt-
af hálfundarlega með þetta, að
ég skyldi aldrei sjá hana Lilju
okkar aftur.
Þetta kom aftur og aftur upp í
huga minn. Ég sagði við Sigrúnu
mína að ég sætti mig ekki við
þetta, það er bara svoleiðis. Við
vissum að stundum var hún í
versluninni sem hún hafði unnið í
til margra ára, en Íris hafði tekið
við af mömmu sinni um leið og
hún veiktist. Við ákváðum að
kíkja í heimsókn og viti menn,
þar var Lilja með sitt góða skap
og leit vel út að venju.
Alltaf vel til höfð þrátt fyrir
mikil og erfið veikindi. Mér leið
svo vel að fá þetta tækifæri og
tók utan um hana og fékk aftur
að finna hennar hlýja faðmlag.
Ekki var hún að kvarta, sá alltaf
gleðina og kærleika. Í þetta sinn
var sól og blíða þegar við kvödd-
um hana. Viku seinna var hún
farin.
Elsku Lilja, guð veri með þér
og öllum þeim sem nú þurfa að
takast á við lífið og tilveruna án
þín. Haltu áfram að stýra okkur
hér niðri. Að lokum þetta; elsku
Lilja mín, við munum alltaf vera
með og styðja okkar fólk hér
niðri. Við erum ein stór fjöl-
skylda sem gerir okkur sterk.
Saman erum við sterkust.
Með því að deyja vakna ég til
eilífs lífs. Amen.
Ólafur og Sigrún.
Það er með sorg í hjarta að ég
kveð vinkonu mína og samstarfs-
konu, Lilju Jakobsdóttur, og
finnst hálffjarstæðukennt að ég
sé að skrifa minningargrein um
hana.
Ég þekkti Lilju frá því ég opn-
aði verslunina Ilse Jacobsen á
Garðatorgi fyrir 14 árum. Hún
varð fljótlega einn af fastakúnn-
unum og það var svo um haustið
2013 að hún réðst til starfa hjá
fyrirtækinu. Hún varð fljótlega
verslunarstjóri og sinnti því
starfi og öðrum trúnaðarstörfum
fyrir fyrirtækið með glæsibrag,
þar til hún veiktist í haust.
Lilja hafði einstaka mannkosti
til að bera. Hún var ein glaðlynd-
asta og hlýjasta manneskja sem
ég hef kynnst og lífgaði alltaf
upp á umhverfið með hlátrinum
og húmornum, það var alltaf
gaman í vinnunni með Lilju.
Hún var framúrskarandi
starfsmaður og hafði óbilandi
áhuga á tísku og hönnun, fag-
maður fram í fingurgóma og skil-
aði það sér vel í samskiptum
hennar við viðskiptavinina sem
mátu hana mikils. Hún lét sér
einstaklega annt um kúnnann og
ég held að mér sé óhætt að full-
yrða að enginn hafi farið
óánægður út frá Lilju.
Lilja var glæsileg kona,
smekkleg og mikill fagurkeri.
Hún var mjög vel liðin af sam-
starfsfólki sínu, sem öllu var
hlýtt til hennar, og var það því
mikið reiðarslag þegar Lilja
greindist með krabbamein sl.
haust.
Hún bar veikindi sín vel og af
einstöku hugrekki, fullkomlega
æðrulaus. „Þetta verður allt í
lagi,“ sagði hún alltaf, en hún
kom iðulega í heimsókn í vinn-
una til okkar eftir að hún veiktist
eða meðan kraftar leyfðu.
Minningarnar hrannast upp á
svona kveðjustund. Innkaupa-
ferð til Kaupmannahafnar, bíl-
ferðirnar okkar, við að sitja af
okkur dembandi rigningu á
Strikinu á trúnó og alltaf var
stutt í hláturinn.
Ég verð ævinlega þakklát fyr-
ir að hafa kynnst Lilju og fengið
að fylgja henni síðustu dagana í
veikindunum. Minning um ein-
staka og góða konu mun lifa, en
það er með mikilli eftirsjá og
sorg sem ég kveð yndislega sam-
starfskonu og vinkonu sem
kvaddi allt of snemma. Hennar
verður sárt saknað.
Mína innilegustu samúð votta
ég Sævari, fjölskyldunni og
börnunum hennar, Írisi, Davíð
og Söndru, sem hún var svo stolt
af, og ömmustelpunum Anítu,
Stellu og Karen Lilju.
Ragnheiður Óskarsdóttir.
Lilja Jakobsdóttir
✝ Vigdís Eiríks-dóttir fæddist
í Mófellsstaðakoti
13. nóvember
1928. Hún lést á
dvalarheimilinu
Brákarhlíð, Borg-
arnesi, 14. mars
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Eiríkur
Sigurðsson, f. 9.
febrúar 1886, d. 6.
mars 1966, og Jónína Magnús-
dóttir, f. 1. desember 1895, d.
26. apríl 1984. Systir Vigdísar
er Guðrún, f. 28. nóvember
1930.
Sambýlismaður Vigdísar
var Davíð Ólafsson frá Hvít-
árvöllum, f. 18. október 1902,
d. 1. desember
1998. Sonur
þeirra er Ólafur
Eiríkur, f. 1.
mars 1956. Kona
hans er Þóra
Stefánsdóttir, f.
11. september
1956. Börn þeirra
eru Davíð, f. 22.
desember 1977,
Katrín Arna, f.
23. júlí 1979, og
Arnþór, f. 7. júní 1988.
Barnabörn Vigdísar eru
Birna Arnþórsdóttir, Davíð
Ólafur Jóhannesson, Ólafur
Fannar Davíðsson og Ísar Elí
Arnþórsson.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elsku amma mín, það sem ég
var heppin að eiga þig að og
alltaf varstu til staðar. Ég varð
þeirra forréttinda aðnjótandi að
alast upp með ömmu og afa í
næsta húsi og þar eyddi ég
mörgum góðum stundum, í
faðmi þeirra, mikið var spilað á
spil og höfðum við það
skemmtilegt. Í gamla húsinu á
Hvítárvöllum var alltaf einhver
heima þegar maður kom heim
úr skólanum. Það situr alltaf í
minningunni hve mikið var
borðað af ristuðu brauði með
rifsberjasultu og pönnukökum.
Ég elskaði þennan tíma og
sakna hans mikið. Það var eitt-
hvað svo töfrandi við að alast
upp í sveit, ný ævintýri og
áskoranir á hverjum degi, bæði
í leik og starfi.
Þær verða ekki leiknar eftir
veislurnar. Þær verða ekki
leiknar eftir þær veislur sem
amma hélt og var sérfræðingur
í „alltaf eins og fermingarveisl-
ur“. Amma var einstakur hesta-
sveinn og fengu Hrafn og Dropi
að njóta þess, það var svo gam-
an að sjá þau saman og sjá þá
miklu virðingu sem Hrafn og
Dropi báru fyrir ömmu Dísu,
voru svo miklir vinir. Amma
passaði Davíð Ólaf fyrir mig
þegar hann var yngri, vakti yfir
vagninum hans. Þessar minn-
ingar eru mér svo dýrmætar og
mikilvægar, elsku amma mín.
Amma var einstakt snyrti-
menni, allt sem hún gerði var
gert af ást og alúð, hvort sem
það var innandyra eða utan.
Garðurinn hennar ömmu var
alltaf einstaklega fallegur og
snyrtilegur. Amma hafði mik-
inn áhuga á rifsberjunum í
garðinum, spurði alltaf fram
undir það síðasta „er eitthvert
rifs?“.
Einnig hafði amma gaman af
því að fara í berjamó og fórum
við oft saman upp í Skorradal.
Alltaf hafði amma orð á því að
berin hefðu nú verið miklu
stærri í gamla daga og hefðu
minnkað töluvert frá því að hún
var ung.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að vera með ömmu
síðustu dagana og fylgja henni
loka spölinn á langri og við-
burðaríkri ævi. Elsku amma, ég
er svo þakklát að eiga svona
margar og fallegar minningar
um þig og afa Dadda. Nú eruð
þið aftur saman eftir 21 árs að-
skilnað og hvílið hlið við hlið.
Blessuð sé minning þín,
elsku amma Dísa.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Katrín Arna Ólafs-
dóttir, Hvítárvöllum.
Þá er lífsgöngu frænku
minnar Vigdísar á Hvítárvöllum
lokið. Það er eitt af því sem við
getum gengið að sem vísu að
eitt sinn verða allir menn að
deyja og eftir bjartan daginn
kemur nótt, eins og segir í
þekktum dægurlagatexta. Mig
langar að minnast Dísu móð-
ursystur minnar í fáum orðum
eins og þau birtast í huga mér
nú við leiðarlok. Dísa frænka
mín var alin upp í Mófellsstaða-
koti, þar sleit hún barnsskónum
eða allt þar til hún fór að Hvít-
árvöllum og kynntist honum
Dadda, þeim sómamanni, en
það held ég að hafi verið henn-
ar stærsta gæfa í lífinu.
Þar áttu þau myndarlegt
heimili sem var ekki hvað síst
henni að þakka enda myndarleg
húsmóðir sem ávallt var gott að
sækja heim. Alltaf töfraði hún
fram kaffi og myndarlegt með-
læti jafnvel þó svo að henni
þætti stundum sem ekkert væri
til með kaffinu var alltaf veisla
hjá Dísu. Oft mátti hún láta
hendur standa fram úr ermum
enda gestkvæmt á Hvítárvöll-
um. Mér eru þó efst í huga
bernskuár mín í Mófellsstaða-
koti en allt frá því að Dísa
frænka flutti að Hvítárvöllum
eyddi hún sumarmánuðum
heima í Mófellsstaðakoti til að
aðstoða í heimilisverkum og bú-
störfum hjá móður sinni og
systur.
Dísa var mikill dugnaðar-
forkur sem féll sjaldnast verk
úr hendi. Hún bæði bakaði og
þreif og tók einnig þátt í bú-
verkum því jafnvíg var hún
hvort heldur sem var á úti- eða
inniverk. Störfin voru systur
hennar mikils virði enda í nægu
að snúast hjá henni með bú-
skapinn og gríslingana tvo, þ.e.
okkur systkinin, sem vafalaust
hefur eitthvað þurft að sinna.
Þetta langar mig sérstaklega að
þakka nú við leiðarlok. Dísa
hafði sterkar skoðanir á hlut-
unum og vafalaust hefur okkur
einhvern tímann greint á en
aldrei risti það djúpt og efst er
mér í huga vinskapur og vænt-
umþykja þegar ég minnist Dísu
frænku minnar enda fór þar
kona með stórt hjarta sem vildi
öllum vel og setti ávallt alla
aðra í fyrsta sæti.
Elsku Dísa, hafðu þökk fyrir
allt, blessuð sé minning þín.
Kveðja frá Mófellsstaðakoti,
Jón Eiríkur Einarsson.
Vigdís
Eiríksdóttir
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnt hafið
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR,
sem lést miðvikudaginn 13. mars.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Hlévangs
og heimahjúkrunar HSS fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Björg, Ragnhildur, Ásta, Sigríður, Erna og Guðbrandur
Sigurðarbörn og fjölskyldur
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
ÞÓRDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Jacksonville, Flórída,
áður til heimilis á Kvisthaga 27,
er látin eftir langvarandi veikindi.
Aðstandendur
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÓLÖF SVAVA INDRIÐADÓTTIR,
Lóa,
kjólameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 27. mars.
Jarðsett verður frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 17. apríl klukkan 15.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Benedikt Sigurbjörnsson
Þóra Guðrún Benediktsdóttir
Hólmfríður Ben Benediktsdóttir
Indriði Benediktsson
Ástkær frændi minn,
GUNNAR ALBERT ÓLAFSSON,
Glæsibæ, Vopnafirði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sundabúð
föstudaginn 29. mars.
Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 6. apríl klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Lára Shanko
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTA MINNEY GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Svarthamri,
lést sunnudaginn 31. mars
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 5. apríl kl. 15.
Guðrún Halldórsdóttir Jónas Skúlason
Guðmundur Halldórsson Salbjörg Sigurðardóttir
Sóley Halldórsdóttir
Aðalheiður Halldórsdóttir
Pétur Júlíus Halldórsson Kristín Gunnarsdóttir
Harpa Halldórsdóttir Helgi Skúlason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn