Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 14
2 Orð og tunga
orðabók og hvort sú orðabók sem lengi hefur verið til, Íslensk orðabók
(ÍO) (frumútgáfa 1963, 2. útgáfa 1983, 3. útgáfa 2002 og 4. útgáfa 2007;
sjá nánar formála ÍO 2007), ætti ekki að duga flestum sem þurfa á
upp lýsingum um tungumálið að halda. Sú orðabók hefur þjónað Ís-
lendingum í yfir fimmtíu ár, í mörgum útgáfum, bæði prentuðum
og í rafrænum aðgangi frá 2000. En eins og Sigfús Blöndal (1924:vii)
segir í formála sínum að Íslensk-danskri orðabók „hefur menningarleg
framþróun kallað á mikinn fjölda nýrra hugtaka og orða á flestum
sviðum sem annað hvort eru nýyrði eða erlend tökuorð“, og á það
mjög við á okkar tímum rétt eins og fyrir um hundrað árum. Íslenska
er lifandi tungumál sem tekur stöðugum breytingum, þótt menn
verði ekki alltaf varir við það, og það kallar á nýjar orðabækur, rétt
eins og önnur fræðirit. Slík rit hafa þó þann eiginleika að úreldast
fremur hratt eftir því sem breytingar verða á hinum ýmsu sviðum
samfélagsins, og það er ekki fyrr en eftir aldamótin 2000 sem nokkur
leið er að halda í við þróunina, m.a. með tilkomu veforðabóka þar sem
hægt er að sinna stöðugum uppfærslum. Jafnframt er vafasamt að tala
um að slíku verki sé yfirleitt lokið ef ætlunin er að orðabókin elti uppi
tungumálið og haldist nokkurn veginn í hendur við málbreytingar og
nýmyndanir.
Efni greinarinnar skiptist þannig: Í kafla 2 er rakin saga íslenskra
orðabóka í mjög stórum dráttum. Kafli 3 lýsir efni Íslenskrar nútíma-
málsorðabókar og er þar greint frá helstu innviðum hennar og eigin-
leikum. Kafli 4 fjallar um ritstjórnarstefnu eins og hún birtist í vali
orðaforðans og orðskýringum. Þar segir einnig frá notkun á orða-
bókinni og uppfærslum á efni hennar. Að endingu eru niðurstöður
dregnar saman í 5. kafla.
2 Eldri orðabækur
Hér verður í stuttu máli sagt frá fleiri þáttum í sögu íslenskrar orða-
bókaútgáfu, en upphaf hennar má rekja til 17. aldar.
2.1 Fyrir 20. öldina
Orðabækur spretta ekki upp án samhengis heldur byggja þær á
menn ingarlegum og sögulegum grunni hvers tíma og fyrstu íslensku
orða bækurnar áttu sér erlendar fyrirmyndir. Hér á landi sem annars
staðar tók nokkrar aldir að móta framsetningu orðabóka í þá átt sem
tunga_21.indb 2 19.6.2019 16:55:47