Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 31

Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 31
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir: Kjarni tungumálsins 19 höfðu átta manns unnið að skýringunum og var því fremur ólíkur stíll á þeim eftir því hver hafði samið þær. Þær voru einnig mjög misvandaðar, enda fyrst og fremst hugsaðar til hjálpar þýðendunum. Þær gegndu engu öðru hlutverki í þeirri orðabók og voru ósýnilegar notendunum. Samt voru settar skýringar við öll uppflettiorðin, ein eða fleiri eftir fjölda merkingarliða viðkomandi orðs, og það kom í ljós að sumar þeirra voru ágætlega nothæfar í Íslenska nútímamálsorðabók. En til þess að hægt væri að birta skýringarnar þurfti fyrst að skoða þær með gagnrýnum augum, og var víða nauðsynlegt að endurskoða og samræma skýringarnar og breyta orðalagi þeirra. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er gert ráð fyrir að notandinn þekki grunnorðaforða íslensku, því að einhvern veginn þarf að vera hægt að orða skýringarnar. Ritstjórar orðabókarinnar hafa haft að leiðarljósi markhópa eins og t.d. nemendur í íslenskum skólum og þá sem hafa lært íslensku sem annað mál. Þegar orðskýringar eru samdar þarf að hafa í huga nokkrar grundvallarreglur. Það er venja í orðabókum að hafa orðalag skýringa eins skýrt og látlaust og kostur er, og laust við sjaldgæf orð. Ekki er felldur dómur í skýringunni, t.d. er ekki not að orða lag eins og ‘mjög fallegur mófugl’ eða ‘viðbjóðslegur glæpa mað ur’. Skýringin þarf að vera stutt en samt nógu löng til að notand inn geti fræðst um hvað orðið merkir. Lorentzen og Trap- Jensen (2012:96) hafa bent á að vandasamt sé að finna jafnvægi milli þess að hafa stutta og gagnorða skýringu við tiltekið orð, og þess að veita nægar upplýsingar. Þeir nefna að skólanemendum sé best þjónað með einföldum skýringum fremur en að þær séu langar og nákvæmar. Orðabókarskýring þarf að geta rúmast í einni setningu og ekki er hafður punktur í lokin. Kommur og aukasetningar eru þó leyfðar í skýringunni. Að þessu leyti er reginmunur á framsetningu upplýsinga sem hefðbundnar orðabækur veita og hins vegar alfræðirit. Í síðar- nefndu ritunum eru ekki sömu hömlur á lengd skýringa og í orða- bókum, og þar er flæði textans mun frjálsara og stíllinn líkari því sem almennt gerist um samfellt mál. Loks má minnast á orðasambönd. Mikilvægt er að skýra orða sam- böndin þar sem merking þeirra er oft algerlega ógegnsæ og veita þarf notandanum upplýsingar um hvað þau þýða. Oft eru orðasambönd fremur erfiður þáttur tungumáls varðandi málskilning, má t.d. nefna orðasambönd eins og leggja upp laupana, bera ekki sitt barr, fara ekki í grafgötur um e-ð, hafa ekki roð við e-m og geta trútt um talað. Sum orða- sambönd eru ekki algeng í málinu og eru jafnvel að hverfa úr virkri tunga_21.indb 19 19.6.2019 16:55:50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.