Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 151
Ari Páll Kristinsson: Um greiningu á málstöðlun og málstefnu 139
other people should speak“, Spolsky 2004:217)
There are [...] cases of direct eff orts to manipulate the lan-
guage situation. When a person or group directs such inter-
vention, I call this language management (I prefer the term
to planning, engineering or treatment). (Spolsky 2004:8)
Í þessu felst að ekki sé nóg að lýsa málstefnu einfaldlega sem hinni
sýnilegu málstýringarviðleitni, sbr. þriðju meginstoðina. Með mál stýr-
ingu, í hinum þrengsta skilningi, væri t.d. átt við ákvörðun stjórnvalda
um hvaða tungumál sé notað í stjórnsýslu eða á löggjafarsamkomu,
eða ákvarðanir um hvaða stafsetning skuli kennd í skólum o.s.frv.
Sam kvæmt greiningu Spolskys væri það ófullnægjandi lýsing á mál-
stefnu tiltekins lands eða stjórnarfarseiningar að horfa eingöngu á
stýringuna. Við hana verði að bæta athugunum á tveimur mikilvægum
þátt um, sbr. (2a)–(2b); ríkjandi málviðhorfum og þeirri málhegðun
sem tíðkast.
In any social group, there may or may not be explicit and
observable eff orts at language management, but there will
be generally one or more ideological views of appropriate
language use or behavior, and certainly there will be observ-
able, if irregular and not consistent, patt erns of language
practice. To study one component of language policy while
ignoring the other two will provide a very incomplete and
biased view. (Spolsky 2004:39–40).
Í ofangreindri lýsingu á hugmyndum Spolskys hefur hér sérstaklega
verið dregið fram að það sé grundvallaratriði að málstefna standi á
þremur meginstoðum. Hugmyndir hans um eðli og einkenni mál-
stefnu sem fyrirbæris eru vissulega víðfeðmari en svo. Þær mætti
taka saman í fjórum liðum (sbr. Spolsky 2004:39–41 o.v.):
(3a) Hið þríþætta eðli málstefnu, sbr. (2a)–(2c) sem er kjarninn í
hugmyndum hans.
(3b) Málstefna tekur til alls konar málafbrigða, þ.e. ekki einungis
til staðlaðra þjóðtungna né heldur takmarkast hún við „skil-
greind málafbrigði“ (e. named varieties).
(3c) Það eru ekki aðeins samfélög sem heild sem eiga sér mál-
stefnu heldur er málstefna á ferðinni í smærri einingum,
svo sem í fyrirtækjum, í stofnunum, í fjölskyldum, í skólum
o.s.frv.
tunga_21.indb 139 19.6.2019 16:56:14