Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 59
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 47
tali. Hlustandinn gæti t.d. talið að einhverjar einingar segðarinnar
hafi fallið niður í hinu óskýra tali eða að gildi sérhljóðs sé annað í
skýru tali en í því sem hann heyrði. Hann telur því að annað og meira
hafi verið meint en hann heyrði í raun. Fertig gefur hér m.a. dæmið
hangnail ‘annögl’ sem í fornensku var angnægl, h-ið á rætur að rekja til
þess að hlustandi gerir ráð fyrir brott falli þess hljóðs í því sem hann
heyrði.
Því má velta fyrir sér hvort Þórarininum hafi komið upp við sömu
aðstæður og einhver dæmi um alþýðuskýringar. Hér kæmi helst til
greina þriðja leiðin sem nefnd var að ofan, oft úlkun. Sá sem heyrir
myndina Þórarinum telur sig kannski hafa átt að heyra enn lengri
mynd, Þórarininum, en hann reiknar með að atkvæði hafi fallið niður í
óskýru tali. Undir þessa túlkun kann að hafa ýtt að -inum mátt i skilja
sem greinismynd (sbr. biskup-inum, barón-inum). Hafi hlustandinn
skilið -inum sem greinismynd hefur fyrri hluti orðsins verið Þórar- og
það fannst honum kannski ekki vera stofn nafnsins Þórarinn. Hann
telur sig því hafa átt að heyra Þórarin- á undan greinismyndinni -inum
þótt það hafi aðeins verið Þórarinum sem var sagt.31
Fertig (2013:63) bendir á að þótt ólík öfl búi að baki blöndun og
alþýðuskýringu sé ekki alltaf hlaupið að því að greina þett a tvennt í
sundur. Eitt þekktasta dæmið um blöndun er enska orðið female sem
er talið blendingur úr femelle ‘kona’ og male ‘karl’. En eins og Fertig
nefnir mælir ekkert á móti því að gera ráð fyrir að menn hafi túlkað
-melle í femelle sem male og þett a væri þá dæmi um alþýðuskýringu.
Það sem hér hefur verið sagt um blöndun og alþýðuskýringu á
við dæmi sem verða til óvart, við mismæli annars vegar og mistök í
skynjun/túlkun hins vegar. En það eru einnig til dæmi um blöndun
og alþýðuskýringu sem eru búin til af ásett u ráði. Orðið brunch, úr
breakfast og lunch er þekkt dæmi um þess hátt ar blending. Selja bryti
‘frægðarmenni’, sbr. e. celebrity, er nýlegt dæmi um slíka al þýðu skýr-
ingu en þett a orð er búið til vísvitandi (Bragi Valdimar Skúlason,
munnl. heimild).32 Myndin Þórarininum var kannski búin til af ásett u
ráði, sem einhvers konar útúrsnúningur á myndinni Þórarinum.
31 Einnig má hugsa sér oft úlkunina aft ar í orðinu. Hlustandanum fi nnst Þórarinum
vera orð með greini. Hann heyrir stofninn Þórarin- og telur sig síðan hafa átt að
heyra greinismyndina -inum en ekki aðeins -um.
32 Ef til vill er ekki rétt að kalla þess hátt ar tilvik alþýðuskýringar því að þarna er
ekki um neins konar mistök eða misskilning að ræða. Sýndaralþýðuskýring væri
kannski heppilegra heiti. Þarna á milli er samt vitaskuld sjaldnast gott að greina;
það er varla hægt nema unnt sé að rekja sýndaralþýðuskýringuna til höfundar
síns eins og í tilviki orðsins seljabryti hér að ofan.
tunga_21.indb 47 19.6.2019 16:55:55