Orð og tunga - 08.07.2019, Side 59

Orð og tunga - 08.07.2019, Side 59
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 47 tali. Hlustandinn gæti t.d. talið að einhverjar einingar segðarinnar hafi fallið niður í hinu óskýra tali eða að gildi sérhljóðs sé annað í skýru tali en í því sem hann heyrði. Hann telur því að annað og meira hafi verið meint en hann heyrði í raun. Fertig gefur hér m.a. dæmið hangnail ‘annögl’ sem í fornensku var angnægl, h-ið á rætur að rekja til þess að hlustandi gerir ráð fyrir brott falli þess hljóðs í því sem hann heyrði. Því má velta fyrir sér hvort Þórarininum hafi komið upp við sömu aðstæður og einhver dæmi um alþýðuskýringar. Hér kæmi helst til greina þriðja leiðin sem nefnd var að ofan, oft úlkun. Sá sem heyrir myndina Þórarinum telur sig kannski hafa átt að heyra enn lengri mynd, Þórarininum, en hann reiknar með að atkvæði hafi fallið niður í óskýru tali. Undir þessa túlkun kann að hafa ýtt að -inum mátt i skilja sem greinismynd (sbr. biskup-inum, barón-inum). Hafi hlustandinn skilið -inum sem greinismynd hefur fyrri hluti orðsins verið Þórar- og það fannst honum kannski ekki vera stofn nafnsins Þórarinn. Hann telur sig því hafa átt að heyra Þórarin- á undan greinismyndinni -inum þótt það hafi aðeins verið Þórarinum sem var sagt.31 Fertig (2013:63) bendir á að þótt ólík öfl búi að baki blöndun og alþýðuskýringu sé ekki alltaf hlaupið að því að greina þett a tvennt í sundur. Eitt þekktasta dæmið um blöndun er enska orðið female sem er talið blendingur úr femelle ‘kona’ og male ‘karl’. En eins og Fertig nefnir mælir ekkert á móti því að gera ráð fyrir að menn hafi túlkað -melle í femelle sem male og þett a væri þá dæmi um alþýðuskýringu. Það sem hér hefur verið sagt um blöndun og alþýðuskýringu á við dæmi sem verða til óvart, við mismæli annars vegar og mistök í skynjun/túlkun hins vegar. En það eru einnig til dæmi um blöndun og alþýðuskýringu sem eru búin til af ásett u ráði. Orðið brunch, úr breakfast og lunch er þekkt dæmi um þess hátt ar blending. Selja bryti ‘frægðarmenni’, sbr. e. celebrity, er nýlegt dæmi um slíka al þýðu skýr- ingu en þett a orð er búið til vísvitandi (Bragi Valdimar Skúlason, munnl. heimild).32 Myndin Þórarininum var kannski búin til af ásett u ráði, sem einhvers konar útúrsnúningur á myndinni Þórarinum. 31 Einnig má hugsa sér oft úlkunina aft ar í orðinu. Hlustandanum fi nnst Þórarinum vera orð með greini. Hann heyrir stofninn Þórarin- og telur sig síðan hafa átt að heyra greinismyndina -inum en ekki aðeins -um. 32 Ef til vill er ekki rétt að kalla þess hátt ar tilvik alþýðuskýringar því að þarna er ekki um neins konar mistök eða misskilning að ræða. Sýndaralþýðuskýring væri kannski heppilegra heiti. Þarna á milli er samt vitaskuld sjaldnast gott að greina; það er varla hægt nema unnt sé að rekja sýndaralþýðuskýringuna til höfundar síns eins og í tilviki orðsins seljabryti hér að ofan. tunga_21.indb 47 19.6.2019 16:55:55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.