Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 146
134 Orð og tunga
perts: expert judgements (Ammon 2015); Language experts: judgements
(Ammon 2003). Um þennan hóp fólks og mat sem það leggur á gild-
andi málstaðal segir Ammon (2015:62) m.a.:
Whenever a new edition of the language codex or a part
of it appears, it will be reviewed by language experts, i.e.
linguists. I call this separate group “language experts (with
respect to codifi cation)”. They are diff erent from the codi-
fi ers, but both groups overlap if codifi ers review parts of the
codex writt en by others. The language experts are, generally
speaking, all those whose reviews of the language codex are,
or have a chance of being, taken seriously. They have a po-
tential impact on what is or what is not standard in the re-
spective language if their criticism of the codex fl ows into its
next edition.
Í líkani Ammons (2003:12, 2015:57) er sem sé gert ráð fyrir að hin ferns
konar mál sam félagslegu öfl (Ammon notar hugtakið social forces), og
síðan inn byrðis samspil þeirra, ráði því hvað telst tilheyra mál við mið um
í opinberum töluðum og rituðum textum; m.ö.o. hvað teljist stað almál.
Þá er jafnframt gert ráð fyrir gagnvirku samspili þáttanna fj ögurra.
Meginatriði í hugmyndum Ammons er að staðalmál sé ekki skráð2
í eitt skipti fyrir öll heldur séu ofangreindir kraft ar sífellt að verki og
hafi áhrif hver á annan og þannig verði málstaðallinn að einhverju
leyti kvikur og í sífelldri mótun.
Ammon tekur fram í yngri greinum sínum um efnið að líkanið
eigi að lýsa staðli þjóðtungna og annarra viðurkenndra staðalmála en
að aðrir og ólíkir kraft ar ákvarði viðmiðin í málafb rigðum á borð við
svæðisbundnar mállýskur, sem og í unglingamálsniði o.fl . (sjá t.a.m.
Ammon 2015:57).
2.2.2 Íslenska – um Björn Guðfinnsson og fleira
Ég hef sjálfur notað líkan Ammons við umræðu um möguleg áhrif
útvarpsmáls á annað málfar (Ari Páll Kristinsson 2009b:90–91), eink-
um með hliðsjón af lið (1c), enda þótt margir fl eiri þætt ir komi til í því
sambandi.
Einnig hef ég gripið til ofangreindra meginatriða Ammons (2003)
í umfj öllun um tímabilið frá því um og upp úr miðri 19. öld og næstu
2 Sbr. stöðlunar- eða skráningarþrepið (e. codifi cation of form) skv. Haugen, í 2.1.1 hér
á undan.
tunga_21.indb 134 19.6.2019 16:56:13