Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 16
4 Orð og tunga
árið 1896. Nokkrar fleiri orðabækur urðu til á 19. öld sem ekki verður
fjallað um hér. En gerð tvímálaorðabóka hélt áfram af krafti fram yfir
aldamótin 1900 og stöðugt eftir það.
2.2 Orðabækur á 20. öld
Á 20. öld voru gefnar út allmargar orðabækur milli íslensku og ann-
arra mála, einkum þeirra tungumála sem lengst hafa verið kennd í
skólum á Íslandi, m.a. dönsku, ensku, þýsku og frönsku. Þessar orða-
bækur eru mjög misjafnar að stærð og gæðum og verður ekki farið
nánar út í þá sálma hér. Þó verður að nefna sérstaklega Íslensk-danska
orðabók (1920–1924) sem kom út snemma á 20. öld og sagt er frá í
næsta kafla. Hún markar upphaf nútímalegrar orðabókagerðar þar
sem íslenska er í brennidepli.
2.2.1 Íslensk-dönsk orðabók eftir Sigfús Blöndal
Í upphafi 20. aldar var hafið blómaskeið stórra, sögulegra orðabóka
í mörgum Evrópulöndum. Upp úr aldamótunum 1900 hófst í Dan-
mörku útgáfa á Ordbog over det danske sprog, en fyrsta bindi þess verks
(af 28 bindum alls) kom út 1919. Í Bretlandi var þegar hafin útgáfa á
Oxford English Dictionary (1884), og fyrsta bindi Svenska Akademiens
Ordbok kom út árið 1898 í Lundi.2 Sama máli gegndi um stórar þýskar
og hollenskar orðabækur.
Hin efnismikla orðabók Sigfúsar Blöndals, Íslensk-dönsk orðabók
(1920–1924), er fyrsta verkið þar sem leitast er við að setja saman
„þjóðar orðabók“ fyrir íslenskt mál, þ.e. yfirgripsmikið verk sem nær
yfir mikinn orðaforða, hefur að geyma notkunardæmi og orða sam-
bönd, og er ítarleg lýsing á tungumálinu eins og það var talað og
skrif að á ritunartíma verksins, þ.e. fyrstu áratugum 20. aldar. Þann-
ig var því tíðarandinn þegar Sigfús Blöndal vann að orða bók inni
ásamt eiginkonu sinni Björgu Þorláksdóttur Blöndal, Jóni Ófeigs-
syni, Holger Wiehe og fleiri samstarfsmönnum. Sigfúsi Blön dal var
um hug að um að orðabók hans endurspeglaði orðaforða og mál-
notk un samtímans, og í formálanum segir hann: „[...] þrátt fyrir að
ein hverj ar eldri orðabækur hafi að vissu leyti tekið tillit til nú tíma-
máls ins, þá hefur skortur á orðabók, sem gæti varpað ljósi á allar
hlið ar tungumálsins, sífellt orðið áþreifanlegri. [...] Menn fundu
2 Því verki er raunar enn ekki lokið en árið 2018 hafa verið gefin út 37 bindi sem ná
yfir stafkaflana A–V.
tunga_21.indb 4 19.6.2019 16:55:47