Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 99
Þórhalla og Whelpton: Samspil máls og merkingar 87
„blár“) er gefið 0. Þar sem svar fyrir hvert spjald af 84 er borið saman
við svör við öllum hinum spjöldunum fæst fylki (e. matrix) sem er
84x84 að stærð fyllt með gildunum 1 og 0. Næst er reiknað meðaltal
þessara þátttakendafylkja í hverju máli fyrir sig þar sem fást jafnstór
fylki, en gildin geta verið frá 0 og upp í 1 þar sem niðurstöður fyrir
hvern samanburð geta verið frá því að enginn nefni þessi spjöld sama
nafni (0) upp í að allir geri það (1). Að lokum var gerður samanburður
á milli málanna til að komast að því hversu lík þessi fylki eru. Sá
lokasamanburður gaf eina tölu frá 0 upp í 1, þar sem 0 sýnir engin
marktæk líkindi, en 1 gefur til kynna að þau gildi sem borin eru sam-
an séu alveg eins.
Þegar reiknuð voru líkindi á milli málanna í öllum fjórum merk-
ingarflokkunum sem skoðaðir voru í EoSS sást að mest líkindi voru
á milli íslensku og íslenska táknmálsins í litahópnum, en ekki eru
til samanburðargögn úr táknmálinu fyrir hina merkingarflokkana.
Almenn líkindi voru enn fremur mest á milli málanna í litanafngiftum
og svipuð í orðum fyrir líkamshluta, en nokkru minni í orðum yfir
staðsetningar og ílát. Það er í samræmi við niðurstöður Majid o.fl.
(2015) við rannsókn á germönsku málunum. Ef hér væri einungis um
að ræða áhrif skynjunar á merkingu ættu allir merkingarflokkarnir að
vera mjög einsleitir en þeir eru það ekki. Þeir tveir merkingarflokkar
sem eru hvað næst skynjandanum, líkamshlutar og litir, hafa mesta
meðaltalsfylgni, þ.e.a.s. þessir flokkar eru líkastir milli málanna.
ÍTM ÍSL ENS
ÍTM 1 0,946 0,908
ÍSL 0,946 1 0,911
ENS 0,908 0,911 1
Tafla 3: Líkindi litanafngifta á milli mála.
Líkindi milli þeirra málapara sem hér eru til umfjöllunar má sjá í Töflu
3. Hér sést greinilega mikil almenn fylgni á milli nafngifta í mál un-
um þrem. Mest fylgni, 0,946, er á milli íslenska raddmálsins (ÍSL)
og íslenska táknmálsins (ÍTM), og enskan (ENS) er næstum jafn lík
íslenska raddmálinu (0,911) og íslenska táknmálinu (0,908). Mun-
ur inn á þessum líkindatölum er of lítill til að vera marktækur, en
mögulega er það menningarumhverfið sem gerir það að verkum að
íslenska raddmálið og íslenska táknmálið eru líkust.
tunga_21.indb 87 19.6.2019 16:56:03