Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 123
Tinna Frímann Jökulsdóttir og fleiri: Nýyrði tengd tölvum 111
fyrir bærin sem valin voru væru nokkuð þekkt.8 Fyrir hvert fyrirbæri
voru þátt takendur beðnir um að meta á fi mm stiga kvarða hvort al-
geng ara væri að þeir notuðu íslenska nýyrðið eða aðkomuorðið auk
þess sem þeir gátu valið möguleikana „vil ekki svara“ og „ég þekki
ekki hug takið“.9
Þó að reynt væri eftir fremsta megni að setja seinni spurninguna
fram með þeim hætti að niðurstöður yrðu sem áreiðanlegastar voru
ákveðnir vankantar óumflýjanlegir. Lögð var áhersla á að framsetning
yrði eins einföld og skýr og hægt var, fyrst og fremst til að forðast
hvers kyns rugling og því var þátt takendum ekki boðið að bæta við
eigin orðum. Í einhverjum tilvikum getur því verið að þátt takandi
hafi kosið á milli tveggja orða (aðkomuorðs og íslensks nýyrðis) en
noti að jafnaði eitt hvert annað orð. Eins segja niðurstöður ekki til
um hversu oft fólk notar eða talar um viðkomandi fyrirbæri þó að
vonir væru bundnar við að valmöguleikinn „ég þekki ekki hugtakið“
myndi a.m.k. ná utan um þá einstaklinga sem aldrei nota þau.
Eins þarf að hafa í huga þá vankanta sem geta fylgt framkvæmd
rannsóknarinnar. Vefk önnuninni var að mestu leyti deilt í gegnum
samskiptamiðilinn Facebook með hjálp vina og ætt ingja en að auki
voru opnir hópar notaðir til þess að vekja athygli á henni. Þó að
heildarfj öldi gildra svara, u.þ.b. 350, sé kannski ekki hátt hlutfall af
þjóðinni þá virðist það markmið að ná til fj ölbreytt s hóps m.t.t. aldurs,
kyns, búsetu, atvinnu og menntunar hafa tekist nokkuð vel.10 Líkt og
Fowler (2014) og Best og Harrison (2009) hafa bent á hafa vefk annanir
þó bæði kosti og galla. Þeir kostir sem rannsakandi taldi vega þyngst
í þessu tilviki eru að með vefk önnunum er tiltölulega auðvelt og
fl jótlegt að ná til fjölda fólks úr öllum áttum, fólk getur tekið allan
þann tíma sem það kýs til að svara, hægt er að ná fram fullri nafnleynd
svo fólk er óhræddara við að svara sannleikanum samkvæmt og
jafnframt er úrvinnsla yfirleitt fljótlegri og áreiðanlegri þegar gögnin
eru strax á tölvutæku formi. Til galla má nefna möguleikann á ójafnri
dreifi ngu þátt takenda miðað við ýmsa félagslega þætt i, samvinnu
þátt takenda eða notkun hjálpargagna og að ekki er hægt að fullu að
8 Hér skal tekið fram að lagt var fremur óformlegt mat á þessa þætti þar sem t.d.
getur reynst erfitt að tímasetja nákvæmlega upphaf notkunar á tilteknu orði í
tiltekinni merkingu, bæði í tal- og ritmáli, sem og að ákvarða útbreiðslu og það
hversu algengt það er. Athuganir í vefheimildum voru gerðar í byrjun árs 2018.
9 Nánari útfærslu á þeim fimm stiga kvörðum sem notaðir voru í spurningunum
má sjá á gröfum af niðurstöðum.
10 Dreifingu þátttakenda m.v. þessa þætti sem og betri umfjöllun um aðferðafræði
rannsóknar og niðurstöður má finna hjá Tinnu Frímann Jökulsdóttur (2018).
tunga_21.indb 111 19.6.2019 16:56:08