Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 134

Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 134
122 Orð og tunga Niðurstöður fyrir síðustu hugtökin tvö má sjá á Mynd 6 en þar sést að þau fylgja ekki áðurnefndum mynstrum. Þau eiga það sameiginlegt að þátt takendur á aldrinum 31–50 ára lenda ekki á milli hinna hóp anna tveggja eins og í öllum hinum dæmunum heldur teygir þeirra súla sig lengst í átt að aðkomuorðunum, lengra en súla yngsta aldurs hópsins. Líkt og ritrýnir benti á var sennilega óheppilegt að nota orð ið sjálfsmynd á móti aðkomuorðinu selfi e af ýmsum ástæðum. Lík lega er nýyrðið sjálfa algengara í þessu samhengi, þó að sjálfsmynd sé vissulega notað líka, auk þess sem orðið sjálfsmynd hefur fl eiri merkingar sem gæti hafa skekkt niðurstöður. Í tilviki orðaparsins myndband – video má mögulega tengja þetta við það tímabil sem vídeóspólur og vídeóleigur nutu vinsælda, sérstaklega hjá börnum og unglingum. VHS myndbandsspólur komu fyrst á markað í Japan 1976 (Cusumano o.fl. 1992:51) og voru nánast ein ráðar á markaði þar til DVD mynddiskarnir komu til sögunnar í kringum 1995 (de Laat 1999). Á tímum vídeóspólunnar voru elstu þátt - takendurnir í aldurshópi 31–50 ára á aldrinum u.þ.b. 10–30 ára og þeir yngstu orðnir u.þ.b. 10 ára þegar DVD tók við hér á landi svo ekki er ólíklegt að aðkomuorðið video sé þeim tamara en þeim sem yngri eru. Hér má benda á að orðið var stafsett með enskum hætti í könnuninni, líkt og virðist algengt á t.d. helstu samfélagsmiðlum, en aðlagaður ritháttur, vídeó, er einnig í notkun. Líklega hafa þátt takendur sem nota þann rithátt þó frekar valið video en myndband. Nú hafa verið reifaðar ýmsar skýringar á því hvers vegna sum tækni nýyrði hafa náð betri fótfestu í íslensku málsamfélagi en önn- ur. Allt eru þetta aðeins tilgátur sem erfitt er að sanna eða áætla með nákvæmni þar sem margar skýringar geta átt við eitt og sama orðaparið. Hér hefur aðeins gefist ráðrúm til að ræða einstaka dæmi auk þess sem aðrar mögulegar skýringar eru enn óræddar. Til að mynda má nefna að í rannsókninni var hvorki gerður greinarmunur á tal- og ritmáli né fj allað um ólíkar ritmyndir eða framburð auk þess sem aðkomuorðin hafa aðlagast íslensku beygingakerfi misvel. Aft ur á móti má vera ljóst að íslensk nýyrði ná ekki vinsældum fyrir þær sakir einar að vera íslensk. Aðrir þætt ir virðast þurfa að koma til og t.a.m. virðist skipta töluverðu máli að nýyrðið sé myndað sem fyrst eft ir að fyrirbærið/hugtakið berst til landsins, að því sé komið á framfæri og það sé sem fl estum sýnilegt. tunga_21.indb 122 19.6.2019 16:56:11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.