Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 60
48 Orð og tunga
Hlust and anum hefur e.t.v. þótt sú mynd afk áraleg eða fyndin og hann
ýkir hana til gamans.33 Niðurstaðan hér er því sú að í upphafi kunni
mynd in Þórarininum að hafa átt rætur að rekja til mismæla, mistaka
í skynj un/túlkun eða jafnvel útúrsnúnings á myndinni Þórarinum.34
8 Niðurlag
Hefðbundin þágufallsmynd nafnsins Þórarinn er Þórarni en hún er þó
aðeins ein (a.m.k.) fi mm mynda sem hafa tíðkast í þessu falli. Upp hafa
komið fj órar nýjar þágufallsmyndir á síðari öldum, Þórarin, Þórarini,
Þórarinum og Þórarininum. Hér hefur verið reynt að leita skýringa á
því að þessar nýjungar komu upp.
Fyrstu tvær nýjungarnar virðast fremur auðskýrðar, mynstrin sem
þarna urðu til í beygingu nafnsins voru til fyrir í beygingu ann arra
nafna (s.s. Benedikt (þgf.) og Auðuni) og hægt að setja upp hlut falls-
jöfnu (dæmigerð áhrifsbreyting). Hinar nýjungarnar, sem eru báðar
heldur sérkennilegar og óvæntar, eru snúnari viðfangs. Endingin -um
tíðkast ekki í eintölubeygingu greinislausra nafnorða og það er því
óvenjulegt að sjá hana í sérnafni. Hana er hins vegar að fi nna í beyg-
ingu lýsingarorða, greinis og fornafna.
Nefnt var að myndin Þórarinum hefði getað komið upp með tvenn-
um hætt i, annars vegar fyrir áhrif frá nafnorðum með greini og hins
vegar fyrir áhrif frá fornöfnum. Síðasta atkvæðið í Þórarinn var sam-
hljóða viðskeytt um greini (biskup-inn). Menn kunna að hafa séð þarna
líkindi og búið til nýja þágufallsmynd á grundvelli þeirra. Þá má
setja upp hlutfallsjöfnu með útkomunni Þórarinum. En áhrif frá for-
nafnabeygingu koma einnig til greina. Nöfn koma gjarna næst á eft ir
persónufornöfnum (hann Þórarinn) eða á undan eignarfornöfnum (Þór-
33 Hér má nefna að heimildarmenn um myndina Þórarininum í Barðastrandarsýslu
tengja hana við gamansemi (Katrín Axelsdótt ir 2018:32–33).
34 Ritrýnir nefnir að síðari hluti myndarinnar Þórarininum samsvari þágufalls-
myndinni arininum, mynd orðsins arinn með greini og ósamandregnum stofni,
og spyr hvort þarna gætu verið tengsl; menn hafi þá einfaldlega tekið nýja
beygingarmynd orðsins arinn og notað hana í nafninu. Dæmi um Þórarininum eru
ung (20. öld) og sama gildir um nýjungina arininum (um hana eru yfi r hundrað
dæmi á Tímarit.is, það elsta frá 1901). Tímans vegna gæti þett a því staðist. Það sem
mælir gegn þessu er samfylgd Þórarininum og eldri myndarinnar Þórarinum. Unga
myndin Þórarininum virðist aðeins hafa þekkst á svæðum þar sem eldri myndin
Þórarinum þekkist einnig og því er líklegt að á milli þessara tveggja mynda séu
tengsl.
tunga_21.indb 48 19.6.2019 16:55:55