Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 29
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir: Kjarni tungumálsins 17
orðaforða, t.d. eins og hann birtist í verkum þekktra rithöfunda.
Með því að gefa gaum að samhengi tungumálsins eykst notagildi
orðabókarinnar þrátt fyrir að hún sé kennd við nútímamálið.
4.3 Nöfn í orðabókinni
Orðabækur fara mjög mismunandi leiðir hvað snertir fjölda og flokka
nafna í uppflettiorðaforðanum. Í Íslenskri nútímamálsorðabók eru nöfn-
in þau sömu og í ISLEX-orðabókinni en þar var talið mikilvægt að
taka með nöfn sem eiga sér breytileg heiti milli íslensku og annarra
norðurlandamála. En nöfn í einsmálsorðabók geta líka veitt gagnlegar
upplýsingar, t.d. um staðarheiti sem eiga sér sérstakt nafn á íslensku. Í
sumum tilfellum eru þau upprunnin í fornu máli, eins og Hróarskelda
(Roskilde), Óðinsvé (Odense), Þrándheimur (Trondheim) og Kænugarður
(Kiev). Einnig er sterk hefð fyrir því að aðlaga ákveðin borgarheiti
að íslensku eða stafsetja þau með íslenskum hætti: Barselóna, Berlín,
París, Róm.
Fjöldi sérnafna er nánast endalaus, bæði örnefni, mannanöfn,
heiti á fyrirtækjum, stofnunum og fleiri flokkar nafna. Of mikið af
slíku efni gæti nánast kaffært venjulegan orðaforða í orðabók. Því
hefur verið reynt að velja vandlega slíkan orðaforða og stilla fjölda
nafnanna í hóf. Mannanöfnum er sleppt alveg, sem er gagnstætt því
sem gert er í ÍO 2007 og fleiri útgáfum þess rits. Þeir notendur sem
hafa sérstakan áhuga á mannanöfnum eða örnefnum eru oft betur
settir með að fletta þeim upp í sérhæfðari ritum (sjá umfjöllun um
nöfn í almennum orðabókum hjá Þórdísi Úlfarsdóttur 2017).
4.4 Sérmerkingar og málsnið
Það er viðtekin venja í orðabókum að merkja sérstaklega orð sem til-
heyra afmörkuðum hluta orðaforðans og er Íslensk nútímamálsorðabók
þar engin undantekning. Um er að ræða tvenns konar sérmerkingar
sem eru af ólíku tagi: annars vegar merkingar á sértækum fagorða-
forða og íðorðum í ýmsum greinum, hins vegar merkingar á málsniði.
Notkun á þessum sérmerkingum er sem hér segir.
Sértækur orðaforði og fræðiorð eru venjulega merkt því fagi eða
fræðigrein sem þau tilheyra, t.d. lögfræði, eðlisfræði og bók mennta-
fræði. Þannig er t.d. algebra merkt stærðfræði og beinhimna er merkt
líffræði/læknisfræði. Tuttugu og fimm mismunandi fög eru merkt á
þennan hátt:
tunga_21.indb 17 19.6.2019 16:55:50