Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 90

Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 90
78 Orð og tunga endurskoðuð og nú eru teknir til greina fleiri mögu leikar á útfærslum og samsetningum (Kay o.fl. 2009), en grunn hugmyndin sjálf er eftir sem áður til staðar: Vegna þess hversu einsleit skynfæri okkar eru búum við til einsleita merkingarflokka byggða á þeirri skynjun. Þegar við hefjumst handa við að skoða nýtt mál, hvaða mál sem það er, væri spá Berlins og Kays sú að við myndum finna kerfi sem líktist þessu, með fá grunnlitaheiti, þar sem öllu lit rófinu er skipt upp á milli fárra litaheita sem eru almennt notuð í mál inu og viðurkennd af öllum málhöfum. Auk þess væri jafnan til í mál inu frekari litaorðaforði sem nýttist til þess að merkja vafasvæði á mörkum grunnlitaheitanna (t.d. blágrænn, e. turquoise) eða afbrigði grunn litaheitanna (t.d. ljósblár, e. light blue). Til viðbótar við ályktanir um skiptingu og þróun litahugtakanna töldu Berlin og Kay (1999 [1969]:5–7) sig einnig sjá ákveðin mynstur í gerð orðanna sjálfra, litaheitanna, sem notuð væru yfir litahugtökin. Þeir settu því fram viðmið sem hægt væri að nýta til þess að geta sér til um hver litaheitanna í málinu væru grunnlitaheiti út frá byggingu orðsins. Þessi viðmið skiptast í aðalviðmið og aukaviðmið, og eru aðalviðmiðin fjögur: 1. Grunnlitaheiti er eitt les (e. monolexemic) en les er orð sem er eitt hugtak burtséð frá innri byggingu. Mörg les eru samsett en samsetningin er ógegnsæ, þ.e. það er ekki hægt að sjá merkinguna út frá orðhlutunum. Þannig er t.d. blóraböggull ekki tegund af böggli heldur ‘e-r til að skella skuldinni á, sektarlamb’ (Íslensk orðabók 2002). Að sama skapi eru sum litaorð augljóslega eitt les, svo sem rauður og blár (líkt og sól eða barn), en önnur eru gegnsæ í samsetningu, eins og rauðgulur ‘sambland rauðs og guls litar’ eða ljósblár ‘ljós tegund af bláum lit’, og teljast því ekki vera eitt les (svipað og hesthús ‘hús fyrir hesta’ eða sportbíll ‘sportleg tegund af bíl’). 2. Merking grunnlitaheitis er ekki undirheiti ann ars lita- heit is. Þannig er gulur ekki undir heiti neins annars lita- heit is, en sólgulur og dökk gul ur eru klárlega undirheiti gul ur.2 2 Þetta viðmið ber nokkurn keim af því að vera samið með ensku í huga þar sem til er heilmikill fjöldi sérstæðra litaorða sem eru undirheiti annarra almennari litaorða. Sem dæmi má nefna azure, cerulean, indigo og periwinkle (bláir litir) og buff, fallow, sepia og umber (brúnir litir). Íslensk undirheiti almennari litaheita eru hins vegar oftast mjög gegnsæ, sbr. ljósblár, dökkgrænn, fölbleikur, o.s.frv. tunga_21.indb 78 19.6.2019 16:56:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.