Orð og tunga - 08.07.2019, Side 90
78 Orð og tunga
endurskoðuð og nú eru teknir til greina fleiri mögu leikar á útfærslum
og samsetningum (Kay o.fl. 2009), en grunn hugmyndin sjálf er eftir
sem áður til staðar: Vegna þess hversu einsleit skynfæri okkar eru
búum við til einsleita merkingarflokka byggða á þeirri skynjun. Þegar
við hefjumst handa við að skoða nýtt mál, hvaða mál sem það er, væri
spá Berlins og Kays sú að við myndum finna kerfi sem líktist þessu,
með fá grunnlitaheiti, þar sem öllu lit rófinu er skipt upp á milli fárra
litaheita sem eru almennt notuð í mál inu og viðurkennd af öllum
málhöfum. Auk þess væri jafnan til í mál inu frekari litaorðaforði sem
nýttist til þess að merkja vafasvæði á mörkum grunnlitaheitanna (t.d.
blágrænn, e. turquoise) eða afbrigði grunn litaheitanna (t.d. ljósblár, e.
light blue).
Til viðbótar við ályktanir um skiptingu og þróun litahugtakanna
töldu Berlin og Kay (1999 [1969]:5–7) sig einnig sjá ákveðin mynstur í
gerð orðanna sjálfra, litaheitanna, sem notuð væru yfir litahugtökin.
Þeir settu því fram viðmið sem hægt væri að nýta til þess að geta sér
til um hver litaheitanna í málinu væru grunnlitaheiti út frá byggingu
orðsins. Þessi viðmið skiptast í aðalviðmið og aukaviðmið, og eru
aðalviðmiðin fjögur:
1. Grunnlitaheiti er eitt les (e. monolexemic) en les er orð
sem er eitt hugtak burtséð frá innri byggingu. Mörg les
eru samsett en samsetningin er ógegnsæ, þ.e. það er ekki
hægt að sjá merkinguna út frá orðhlutunum. Þannig er
t.d. blóraböggull ekki tegund af böggli heldur ‘e-r til að
skella skuldinni á, sektarlamb’ (Íslensk orðabók 2002). Að
sama skapi eru sum litaorð augljóslega eitt les, svo sem
rauður og blár (líkt og sól eða barn), en önnur eru gegnsæ í
samsetningu, eins og rauðgulur ‘sambland rauðs og guls
litar’ eða ljósblár ‘ljós tegund af bláum lit’, og teljast því
ekki vera eitt les (svipað og hesthús ‘hús fyrir hesta’ eða
sportbíll ‘sportleg tegund af bíl’).
2. Merking grunnlitaheitis er ekki undirheiti ann ars lita-
heit is. Þannig er gulur ekki undir heiti neins annars lita-
heit is, en sólgulur og dökk gul ur eru klárlega undirheiti
gul ur.2
2 Þetta viðmið ber nokkurn keim af því að vera samið með ensku í huga þar sem
til er heilmikill fjöldi sérstæðra litaorða sem eru undirheiti annarra almennari
litaorða. Sem dæmi má nefna azure, cerulean, indigo og periwinkle (bláir litir) og
buff, fallow, sepia og umber (brúnir litir). Íslensk undirheiti almennari litaheita eru
hins vegar oftast mjög gegnsæ, sbr. ljósblár, dökkgrænn, fölbleikur, o.s.frv.
tunga_21.indb 78 19.6.2019 16:56:00