Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 125
Tinna Frímann Jökulsdóttir og fleiri: Nýyrði tengd tölvum 113
íslenskra nýyrða. Þar kemur fram að 91% þátt takenda í hópi 51 árs
og eldri eru frekar eða mjög sammála staðhæfi ngunni „það á að búa
til ný íslensk orð í staðinn fyrir ensku orðin sem koma inn í málið“,
84% í hópi 31–50 ára og 77% í hópi 10–30 ára. Einnig er áhugavert
að sjá að í öllum aldurshópum taka fl eiri sterka afstöðu með „mjög
sammála“ í stað veikari afstöðu með „frekar“. Þett a mætt i túlka svo
að almennur samhljómur sé innan allra aldurshópa um mikilvægi
ný yrða myndunar, jafnvel þótt hlutfallið lækki aðeins með lækkandi
aldri og helst megi greina skýra afstöðu gegn nýyrðamyndun í yngsta
ald urs hópnum (þó eru aðeins 5,7% mjög ósammála). Munurinn á
milli hópa 10–30 ára og 31–50 ára reyndist ekki marktækur (Mann-
Whitney U-próf, p-gildi = 0,2246) en munurinn var marktækur á milli
hópa 10–30 ára og 51 árs og eldri (p-gildi = 0,0036) og hópa 31–50 ára
og 51 árs og eldri (p-gildi = 0,0492)11. Tekið skal fram að þett a jákvæða
viðhorf veitir enga fullvissu um að þátt takendur noti íslensk nýyrði
heldur má frekar draga þá ályktun að þeir séu líklegri til þess.
Þessar niðurstöður ríma ágætlega við áðurnefndar niðurstöður
Krist jáns Árnasonar (2005) og Hönnu Óladótt ur (2007) og benda í raun
til enn jákvæðara viðhorfs gagn vart nýyrðamyndun en áður, ekki síst
hjá yngri þátt takendum. Heild ar hlutfall þeirra, án aldursfl okkunar,
sem eru mjög eða frekar sam mála fullyrðingunni er tæplega 85% á
móti 64% úr niðurstöðum Kristjáns og 75% úr niðurstöðum Hönnu.
Yngsti aldurshópurinn hér, þar sem hlutfall jákvæðra svara er 77%,
samsvarar yngsta aldurshóp Kristjáns þar sem samsvarandi hlutfall
er ekki nema 52%. Svo virðist sem aukin ítök ensku hafi jafnvel efl t
vilja Íslendinga til að viðhalda og hlúa að málinu sínu, jafnt hjá
ungum sem öldnum. Í kjölfarið af þessu er áhugavert að kanna hvort
niðurstöðurnar á Mynd 1, sem eins og áður sagði sýna viðhorf 342
þátt takenda gagnvart nýyrðamyndun, séu í takt við raunverulega
notkun þeirra á íslenskum nýyrðum. Það er, er hlutfall á raunnotkun
þátt takenda á íslenskum nýyrðum í takt við þá skoðun meirihlutans
að búa eigi þau til og ef ekki er þá einhver munur á því um hvaða
orðapar ræðir?
11 Við útreikninga á marktækni voru sett inn tölugildi fyrir svarmöguleikana fimm,
frá 1 fyrir „mjög ósammála“ upp í 5 fyrir „mjög sammála“. Út frá þessum gildum
voru svo U-gildi og meðaltöl reiknuð.
tunga_21.indb 113 19.6.2019 16:56:09