Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 143
Ari Páll Kristinsson: Um greiningu á málstöðlun og málstefnu 131
ance by the community, en þar sem það er ekki beinlínis „að gerð“ þegar
málsamfélag fellst á að nota viðkomandi málviðmið og málstaðal þá
breytt i Haugen (1972:294) hugtakinu síðar í propagation, sem þýða
mætt i sem útbreiðslu, og enn síðar tók hann upp hugtakið implemen-
tation (Haugen 1983:275) sem mætt i nefna á íslensku fram kvæmd eða
eitthvað í þá áttina. Átt er við það að málstaðlinum er kom ið í gagnið
í samfélaginu. Þá er ónefnt fj órða skrefi ð en það felst meðal annars
í því að auka orðaforða og þróa mál og málsnið svo að tungan dugi
til umfj öllunar um margvísleg efni, t.d. í tækni og vísindum, og við
málnotkun í listrænum tilgangi. Þett a skref (e. elaboration of function,
Haugen 1966:933) hefur verið nefnt á íslensku þróun, ræktun (Kristján
Árnason 2002:163) eða málauðgun (Ari Páll Krist insson 2017:114).
Þá greinir Haugen (1966:933) hugtökin jafnframt þannig að val á
við miði og viðtaka (síðar framkvæmd) tengist sérstaklega samfélaginu
en málstöðlun og málauðgun helst tungumálinu sjálfu og formum þess.
Í endurskoðuðu líkani Haugens (1983:275) kom fram sama megin-
hugsun og áður en einnig komu þar til skjalanna hug tökin stöðustýring
(e. status planning) sem snýr „út á við“ að sam félaginu (varðar val á
viðmiði og framkvæmd) og formstýring (e. corpus planning) sem snýr
„inn á við“, að tungumálinu sjálfu (varðar málstöðlun og málauðgun).
Samkvæmt þessum hugmyndum þarf samfélagið sem sé að velja
sér við hvaða form það vill miða – og fólk þarf að samþykkja það val.
Mállegir eða formlegir eiginleikar viðmiðsins eru skráðir og staðlaðir
(þar koma við sögu málfræðirit, orðabækur, ritreglur o.s.frv.) og síðan
verður að auðga tjáningarmiðilinn með nýjum orðum og fj ölbreytt um
textategundum. Hið síðastnefnda, málauðgunin, tengist óneitanlega
því hlutverki sem tungumálið gegnir í samfélaginu, t.a.m. ef það á
að duga í vísindum, stjórnsýslu og kennslu og uppfylla fl eiri slíkar
kröfur sem gerðar eru a.m.k. til þjóðtungna. Jafnframt er málauðgun
nátengd málinu „sjálfu“ enda felst hún í þróun á orðaforða og stíl.
Útvíkkun á hlutverki tungumáls kallar með öðrum orðum á breyt-
ingar á formi þess.
2.1.2 Íslenska
Íslensk málsaga og málstýring hefur verið skýrð og greind m.a. með
hliðsjón af skrefunum fj órum hjá Haugen (1966 o.v.) og verða hér
nefnd dæmi um það.
Kristján Árnason (2002, 2003a) fylgdi þessu líkani við lýsingu á
þróun íslenskunnar sem staðlaðrar og ræktaðrar þjóðtungu. Í skrifum
tunga_21.indb 131 19.6.2019 16:56:13