Orð og tunga - 08.07.2019, Blaðsíða 122
110 Orð og tunga
á aldrinum 15–81 árs (á árinu), 275 konum og 79 körlum.
Nýyrðamyndun og -notkun geta leikið stórt hlutverk í því hversu
vel gengur að þýða ýmiss konar hugbúnað á íslensku, hvort sem um
er að ræða hugbúnað sem byggir á myndrænu/skrifl egu viðmóti eða
raddstýringu, og ekki síður í því hvort þær þýðingar séu nothæfar og/
eða teknar fram yfi r ensku. Í þessu samhengi eru það kannski helst
viðhorf málhafa gagnvart myndun og notkun nýyrða sem skipta máli
því ef viljinn til að nota slíkar þýðingar er lítill sem enginn, óháð því
hvaða ástæða liggur að baki, er markmiðinu með þýðingunni varla
náð. Því beindist hluti af rannsókninni að viðhorfum Íslendinga gagn-
vart sambýli íslensku og ensku í stafrænum heimi og þar á meðal
voru tvær spurningar sem sneru að nýyrðum og nýyrðanotkun en
þær liggja til grundvallar þessari grein.
Fyrri spurningin var hluti af svokallaðri viðhorfsspurningu þar
sem þátttakendur voru beðnir um að meta hversu sammála eða
ósam mála þeir væru tilteknum staðhæfingum. Ein staðhæfi nganna
tengd ist nýyrðamyndun sérstaklega, staðhæfi ngin „það á að búa til
ný íslensk orð í staðinn fyrir ensku orðin sem koma inn í málið“, og
er hún til umfjöllunar hér.6 Svarmöguleikar voru sett ir fram á fi mm
stiga kvarða, frá „mjög ósammála“ upp í „mjög sammála“ auk val-
mögu leikans „vil ekki svara“. Í seinni spurningunni voru tekin fyrir
ellefu fyrirbæri sem eru, a.m.k. í einhverri merkingu, tengd tækni
og tölvum. Fyrir hvert fyrirbæri var sett upp tveggja orða par þar
sem fyrra orðið er íslenskt nýyrði yfi r þett a tiltekna fyrirbæri og það
seinna sambærilegt aðkomuorð.7 Í þeim tilvikum þar sem fl eiri en
eitt orð komu til greina var reynt eft ir fremsta megni að velja það
sem virðist algengast í íslensku málsamfélagi. Þá var litið til ýmissa
orðabóka (Íslensk orðabók 2007, e.d.; Íslensk samheitaorðabók 2012, e.d.;
Slangurorðabókin e.d.), ýmissa málheilda (Ritmálssafn Orðabókar Há-
skólans, Steinþór Steingrímsson o.fl . 2018) og gagnasafna sem að-
gengi leg eru á vefsíðunni málið.is auk þess sem stuðst var við óform-
lega leit á netinu. Þegar kom að vali á fyrirbærum var horft til þess
að blanda saman nýrri og eldri tækni um leið og þess var gætt að
sem kom síðast fyrir og líklegt að viðkomandi hafi verið búinn að svara flestum,
ef ekki öllum, spurningum fram að því.
6 Aðrar staðhæfingar úr sömu viðhorfsspurningu tengjast ekki beint efni greinar-
innar og eru því ekki til umfjöllunar.
7 Í rannsókninni var talað um „enska heitið“ en líkt og ritrýnir benti rétt ilega á á það
varla við um orð sem notuð eru í íslensku samhengi. Þá á hugtakið „aðkomuorð“
frekar við, orð sem kemur úr öðru máli en er notað í íslensku.
tunga_21.indb 110 19.6.2019 16:56:08