Orð og tunga - 08.07.2019, Page 31
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir: Kjarni tungumálsins 19
höfðu átta manns unnið að skýringunum og var því fremur ólíkur
stíll á þeim eftir því hver hafði samið þær. Þær voru einnig mjög
misvandaðar, enda fyrst og fremst hugsaðar til hjálpar þýðendunum.
Þær gegndu engu öðru hlutverki í þeirri orðabók og voru ósýnilegar
notendunum. Samt voru settar skýringar við öll uppflettiorðin, ein
eða fleiri eftir fjölda merkingarliða viðkomandi orðs, og það kom í ljós
að sumar þeirra voru ágætlega nothæfar í Íslenska nútímamálsorðabók.
En til þess að hægt væri að birta skýringarnar þurfti fyrst að skoða
þær með gagnrýnum augum, og var víða nauðsynlegt að endurskoða
og samræma skýringarnar og breyta orðalagi þeirra.
Í Íslenskri nútímamálsorðabók er gert ráð fyrir að notandinn þekki
grunnorðaforða íslensku, því að einhvern veginn þarf að vera hægt að
orða skýringarnar. Ritstjórar orðabókarinnar hafa haft að leiðarljósi
markhópa eins og t.d. nemendur í íslenskum skólum og þá sem hafa
lært íslensku sem annað mál. Þegar orðskýringar eru samdar þarf
að hafa í huga nokkrar grundvallarreglur. Það er venja í orðabókum
að hafa orðalag skýringa eins skýrt og látlaust og kostur er, og laust
við sjaldgæf orð. Ekki er felldur dómur í skýringunni, t.d. er ekki
not að orða lag eins og ‘mjög fallegur mófugl’ eða ‘viðbjóðslegur
glæpa mað ur’. Skýringin þarf að vera stutt en samt nógu löng til að
notand inn geti fræðst um hvað orðið merkir. Lorentzen og Trap-
Jensen (2012:96) hafa bent á að vandasamt sé að finna jafnvægi milli
þess að hafa stutta og gagnorða skýringu við tiltekið orð, og þess
að veita nægar upplýsingar. Þeir nefna að skólanemendum sé best
þjónað með einföldum skýringum fremur en að þær séu langar og
nákvæmar.
Orðabókarskýring þarf að geta rúmast í einni setningu og ekki er
hafður punktur í lokin. Kommur og aukasetningar eru þó leyfðar í
skýringunni. Að þessu leyti er reginmunur á framsetningu upplýsinga
sem hefðbundnar orðabækur veita og hins vegar alfræðirit. Í síðar-
nefndu ritunum eru ekki sömu hömlur á lengd skýringa og í orða-
bókum, og þar er flæði textans mun frjálsara og stíllinn líkari því sem
almennt gerist um samfellt mál.
Loks má minnast á orðasambönd. Mikilvægt er að skýra orða sam-
böndin þar sem merking þeirra er oft algerlega ógegnsæ og veita þarf
notandanum upplýsingar um hvað þau þýða. Oft eru orðasambönd
fremur erfiður þáttur tungumáls varðandi málskilning, má t.d. nefna
orðasambönd eins og leggja upp laupana, bera ekki sitt barr, fara ekki í
grafgötur um e-ð, hafa ekki roð við e-m og geta trútt um talað. Sum orða-
sambönd eru ekki algeng í málinu og eru jafnvel að hverfa úr virkri
tunga_21.indb 19 19.6.2019 16:55:50