Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Síða 17
15
arútgjöld munu aukast um tæplega 4% á árinu 1978. Þessari aukn-
ingu fylgir væntanlega aukinn almennur innflutningur, eða um 6—7%.
Innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru og rekstrarvöru til ál-
versins er hins vegar talinn munu minnka um 15%, einkum vegna
minni innflutnings skipa og tækja til virkjana. Þjónustuinnflutningur
er talinn aukast um 6% og heildarinnflutningur vöru og þjónustu
er því talinn aukast um 3 —4% á næsta ári.
Ef gert er ráð fyrir jöfnuði í þjónustuviðskiptum er heildarút-
flutningur vöru og þjónustu talinn aukast um 3—4%. Að óbreytt-
um viðskiptakjörum eins og nú er spáð leiðir þetta til halla á við-
skiptajöfnuðinum sem nemur tæplega 1% af þjóðarframleiðslu.
Þjóðarframleiðslan á næsta ári er því talin munu vaxa um 3%—
4%, eða líkt og þjóðarútgjöldin, sem virðist í samræmi við
heildarframleiðslugetu þjóðarbúsins. Framleiðslufjármagn er talið
munu aukast um 4—5% frá upphafi til loka ársins 1977, og aukning
vinnuafls 1978 gæti orðið um 2%.
Efnahagsstefna.
Ein helzta forsenda þeirra draga að þjóðhagspá fyrir árið 1978, sem
hér hefur verið lýst í aðalatriðum, er mat á þeirri kaupmáttaraukn-
ingu, sem að er stefnt með gildandi kjarasamningum, þvi að þróun
eftirspurnar og þjóðarútgjalda ræðst að verulegu leyti af þeim. Nið-
urstaða af slíku mati á Alþýðusambandssamningunum var eins og að
framan greindi 7—8% rauntekjuaukning á næsta ári, en vegna skatt-
breytinga (og vaxtabreytinga) er hins vegar gert ráð fyrir minni
neyzluaukningu en sem þessu nemur. Þetta er óvisst mat af tveimur
ástæðum. I fyrsta lagi eru kjarasamningar opinherra starfsmanna
ekki til lykta leiddir, en þeir munu þó án efa auka við heildar-
hækkun launa. í öðru lagi —■ og það er mergurinn málsins — felur
þessi spá i sér að öllu óbreyttu meira en 40% kauphækkun frá árs-
tneðaltali 1977 til 1978 og meira en 30% verðhækkun. Þetta álit á verð-
lags- og kaupgjaldshorfum er ekki sett fram sem nákvæm spá, því að
yíir allan vafa er hafið að af slíkri þróun verðlags og launa hér á
landi leiðir svo margvíslegan vanda — ekki sízt að því er varðar sam-
keppnisstöðu útflutningsatvinnuveganna, sem þegar standa höllum
fæti en reyndar einnig á sviði lánamála og opinberra fjármála — að
lítið má út af bera svo ekki komi til rekstrartruflana og þar með,
ef að vanda lætur, tilhneiginga til aukins viðskiptahalla og örari verð-
hækkunar. Til þess að þjóðhagsniðurstöður ársins 1978 verði eins
og lýst var hér að framan — en þær mega heita viðunandi nema að
því er varðar verðlagsþróun, sem er veigamikil undantekning —