Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 4
Frá ritstjóra Skáldskapurinn í síðasta hefti fór vel í lesendur, fyrir utan eina villu í verð- launaörsögu sem skáldinu féll að vonum illa. í sögu Kristínar Arngrímsdóttur, „Rauða herbergið" var orðið „lítið“ sett inn fyrir „lúið“ í annarri línu. Upphaf- ið á sögunni er rétt svona: „Það hriktir í hjörunum þegar hurðin opnast inn í lítið rauðmálað herbergi. Þar inni er lúið trérúm og við hliðina á því er borð með náttlampa.“ Vinsamlegast færið leiðréttinguna inn í heftið ykkar. Flest falleg orð féllu um ljóðin eftir yngsta skáld heftisins, Kristínu Svövu Tómasdóttur. Skáldin Vilborg Dagbjartsdóttir, sem sjálf átti rómuð ljóð í heft- inu, og Olga Guðrún Arnadóttir sögðust beinlínis hafa tekið andköf af gleði við að lesa ljóðið „Mamma guð“. Saga Sjóns vakti líka sérstakan fögnuð. Mest viðbrögð fengu þó grein Jóns Karls Helgasonar um undarleg örlög beina Jóns Arasonar og sona hans og hörð árás Kristjáns Jóhanns Jónssonar á frægan pistil Þórbergs Þórðarsonar, Einum kennt öðrum bent. I einu bréfinu sem ritstjóra barst kemur fram að Hornstrendingabók sú sem Þórbergur tekur svo föstum tökum í grein sinni var fyrsta verk Þórleifs Bjarnasonar sem þá var ungur maður. Hann gafst þó ekki upp þótt annar frægasti höfundur landsins færi svona með hann heldur hélt áfram að skrifa. Og Hornstrendingabók lifir og heitir einfaldlega „bókin“ í munni ótal þátttakenda í vinsælum Hornstranda- ferðum. Paul Auster líkaði vel að sjá grein Davíðs A. Stefánssonar um sig þegar hann fékk heftið í hendur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og harmaði að geta ekki lesið hana. Hann var afskaplega þægilegur maður þótt heimsfrægur sé og þau Margaret Atwood sönnuðu bæði þá gömu kenningu að því frægara sem fólk er í alvöru því auðveldara er það í umgengni. Heimasíða Tímarits Máls og menningar, www.tmm.is, var opnuð fimmtu- daginn 8. september, algerlega hávaðalaust. Sífellt fer fjölgandi bréfum sem Tímaritinu berast á póstfangi vefsíðunnar, tmm@tmm.is, en auðvitað tekur tíma fyrir svona síðu að spyrjast út. Eina örugga sönnun hef ég fengið fyrir því að hún er lesin. Eg birti ansi skemmtilegt bréf sem mér barst - með leyfi bréf- ritara - og hafði yfirskriftina „Hamingjusamur áskrifandi hugsar upphátt“. í bréfinu skáldaði bréfritari spennandi umhverfi utan um sig og hugleiðingar sínar um Tímaritið, en gáði ekki að því að raunverulegir nágrannar gætu tekið umhverfislýsinguna til sín. Það gerðu þeir og kvörtuðu, og bréfinu var umsvifa- laust kippt út af síðunni. Það er nefnilega alveg eins auðvelt að taka efni af vefnum og að setja efni inn á hann. A heimasíðunni eru birtar ýmsar menning- arfréttir og pistlar auk kynningar á TMM. Eg hvet ykkur til að skrifa um hvað- eina menningarkyns og leyfa mér að birta í bréfadálkinum eða sem pistil. Ekki eru allir ánægðir með Tímaritið sem ekki er von. Bergþóra hringdi og sagði því upp og bar því við að þetta væri hundómerkilegt rit sem aldrei hefði borið sitt barr eftir breytingarnar á því um árið. Þetta breytir ekki því að Tíma- ritið gengur alveg þokkalega og verður gefið út á árinu 2006 eins og vant er. Silja Aðalsteinsdóttir 2 TMM 2005 • 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.