Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 7
Heinesen skrifar Mikines
um íslenska myndlist
Rithöfundurinn William Heinesen (1900-1991) og listmálarinn Sámál Joen-
sen-Mikines (1906-1979) eru af mörgum taldir fremstu listamenn Færeyinga á
tuttugustu öld. Þeim var vel til vina og héldu þeir nánu sambandi allt frá þriðja
áratug aldarinnar og þar til Mikines lést árið 1979. Samband þeirra var bæði
innilegt og átakamikið, enda voru báðir stórbrotnir persónuleikar og hneigðir
til víndrykkju. Heinesen skrifaði ítrekað um myndlist þessa vinar síns, keypti
myndir eftir hann þegar aðrir héldu að sér höndum og minntist hans með eftir-
minnilegum hætti þegar hann lést. í bréfum rökræddu þeir myndlist, menning-
armál og mannlífið í Færeyjum. Heinesen kom nokkrum sinnum til íslands,
en Mikines einungis einu sinni, árið 1963. Þýðanda þótti ómaksins vert að
birta viðbrögð Heinesen við þeirri myndlist sem hann sá í Listasafni íslands
árið 1954, en þá hafði safnið nýverið fengið samastað á hæðinni fyrir ofan
Þjóðminjasafnið við Suðurgötu. Zakaríasi, syni Heinesens, skal þakkað leyfi til
birtingar bréfsins, sem er í fórum Kára Mikines læknis, sonar listmálarans.
Aðalsteinn Ingólfsson
Reykjavík, 13.7.1954
Kæri Mikines,
Ég skrifa þér aftur í dag af því að ég er núna búinn að sjá listasafnið
hérna og hefði gaman af því að segja stuttlega frá því hvað mér líkaði
og hvað ekki.
Byggingin er glæsileg á að líta, allur frágangur er í samræmi við kröf-
ur nútímans og heimamönnum til sóma! í henni er að finna mörg söfn,
m.a. forngripasafn, en efst eru nokkrir prýðilegir salir með ofanbirtu, og
þar er að finna nútímamálverkin sem ég var kominn til að sjá.
Verk þeirra þriggja, Ásgríms Jónssonar, Jóhannesar Kjarvals og Jóns
Stefánssonar, eru eflaust ekki nógu vel valin. Ásgrímur er ágætur mál-
ari, nokkuð svo háður Cézanne, en það er eitthvað ópersónulegt við
fágað yfirbragð verka hans. Þó hugnaðist mér fallega blátt og ljóðrænt
málverk eftir hann.
TMM 2005 • 4
5