Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 12
Að baka úr hisminu
Samtal við Sjón
Þegar sá sem hér skrifar varð fyrst var við Sjón var það í gervi Johnny
Triumph, rokksöngvara með sólgleraugu í þröngum buxum sem söng
með Sykurmolunum smellinn „Luftgitar“. Þetta lag var óður til gelgj-
unnar og línurnar „Ég dansa ekki/stelpur dansa/ Ég dansa ekki/Ég geri
Luftgitar“ sameinuðu íslenska unglingsdrengi á dansgólfum gagnfræða-
skólanna. Þetta var okkar „My generation“.
Seinna uppgötvuðu einhver okkar að á bak við Johnny Triumph var
ljóðskáldið Sjón, sem átti sér svo enn eitt sjálfið sem Sigurjón B. Sigurðs-
son. Þessi leikur með sjálfið birtist víða í verkum Sjóns; Johnny Triumph
er aðalpersóna fyrstu skáldsögu hans, Stálnætur, og nafn söguhetju
nýjustu skáldsögu hans, Skugga-Baldurs, náttúrufræðingsins Friðriks B.
Friðjónssonar, er eins og speglun á nafni Sigurjóns B. Sigurðssonar þar
sem friður kemur í stað sigur og B-ið er eins og ás sem speglar.
Fyrir Skugga-Baldur hlaut Sjón Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs í ár. í tilefni af því bauð ég Sigurjóni B. Sigurðssyni í te einn eftir-
miðdag í apríl og ég byrjaði á því að spyrja hann út í þessa nærveru hans
sjálfs í verkunum.
„Já, þetta er gömul spurning,“ ansar Sjón, „spurningin um það hvort
eigi að ritdæma á mér nefið eins og gagnrýnandi stakk einu sinni upp
á. Ég varð mjög snemma meðvitaður um stöðu höfundarins í verkinu,
kannski af því að ég byrjaði svo ungur að skrifa. Þegar ég var að skrifa
fyrstu ljóðin fimmtán ára gamall var mikið átak að fara með þau fram.
Þetta var auðvitað algert dómgreindarleysi, en ég áttaði mig samt alveg
á því að þetta var alvarlegt mál.
Fyrsta bókin mín heitir Sýnir, og ég tek upp nafnið Sjón þegar hún
kemur út. Þar er ég strax byrjaður að velta þessu fyrir mér; Bókin heitir
Sýnir, ég heiti Sjón, bókin er Sýnir Sjónar. Höfundurinn er alltaf í verk-
inu og ailtaf nálægur, hvers vegna ekki að gera hann sýnilegan eins og
Hitchcock sem gengur yfir sviðið í bakgrunninum í sínum myndum?
10
TMM 2005 ■ 4