Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 15
Að baka úr hisminu Allt í einu var komin þörf fyrir að sprengja utan af sér líkamann og leysast algerlega upp og renna saman við allt og heimta drauminn inn í íslenskan veruleika - drauminn og sexið. Eitthvað svipað er að gerast hjá ungu skáldunum núna, sérstaklega hjá stelpunum, t.d. Kristínu Eiríks og Þórdísi Björnsdóttur. Hjá þeim birtist þetta tungumál á nýjan hátt, ég veit ekki hvað við eigum að kalla það, kannski nýsúrrealíska femíniska texta. Það er alltaf hægt að nota framúrstefnuna, hún birtist alltaf aftur og aftur rétt eins og hin raunsæja aðferð, en ekki endilega með sömu markmið.“ Módernismi og hefð Þegar maður les kynningar á þér er talað um súrrealismann sem eins konar upphafá þínum ferli, en það var ekki svo. Aftan á Drengnum með röntgenaugun stendur: „Sjón hefur verið ífremstu sveit skálda síðan Ijóða- bókin Birgitta - hleruð samtöl kom út árið 1979. Sú bók er súfyrsta sem hann skrifaði sem súrrealisti." Þú varst semsagt orðinn skáld áður en þú varðst súrrealisti. Sum Ijóðanna í fyrstu bókinni eru líka hámódernísk. Þar er mættur unglingur sem er lœrisveinn þeirra Hannesar, Sigfúsar og Stefáns Harðar. „Já, það er náttúrulega útgangspunkturinn. Ég uppgötvaði nútíma- ljóðlistina svona tíu, ellefu ára gamall þegar móðir mín keypti, á bóka- markaði sjálfsagt, bókina Erlend nútímaljóð sem Jón Óskar og Einar Bragi ritstýrðu. Þar voru þýðingar íslenskra módernista á erlendum nútímaljóðum og þar kynntist ég í fyrsta sinn skáldum eins og Nezval sem Hannes Sigfússon þýddi, þar var Nazim Hikmet, eitthvað smávegis eftir Paul Eluard, Langston Hughes, Gunnar Ekelöf var þarna, Lorca og fleiri - þetta var fiott bók. Ég var voðalegur lestrarhestur og einhvern- tíma þegar ég hafði ekkert að lesa fór ég að kíkja í þessa bók. Svo hafði ég náttúrulega lesið Tímann og vatnið í Skólaljóðunum. Síðan þegar ég var fimmtán ára fann ég í skólanum kennslubók, sem ég held að hafi aldrei verið kennd, sem í voru íslensk nútímaljóð. Þar voru Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, Sigfús Daðason, Einar Bragi, Jón Óskar og fleiri. Og það verður bara einhver sprenging í höfðinu á mér þegar ég les:„Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu í líki svartrar pöddu hvílir heit hjól sín“. Ég upptendraðist. Þetta var svo skrít- ið, spennandi og ögrandi og talaði algerlega beint til mín. Ég las þessa bók spjaldanna á milli og lagðist síðan í heilmikið grúsk. Fann Ljóð ungra skálda og fór að lesa þessa menn. Og innspíreraðist svona heiftar- lega að ég byrjaði að skrifa sjálfur fimmtán ára gamall. Eftir það varð ekki við neitt ráðið. TMM 2005 • 4 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.