Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 28
Bragi Ólafsson
„Og hvernig vissi þessi vinkona hennar af mér? Hvað sagðirðu
að hún héti?“
„Sesselja.“
„Af hverju langaði hana eitthvað sérstaklega að hitta mig?“
„Hún hefur kannski lesið um þig einhvers staðar.“
„En það er ekki til neitt um mig á prenti.“
„Hún hefur kannski séð af þér mynd.“
Aðalsteinn sagðist ætla að hugsa málið; þetta hljómaði vissulega
eins og verið væri að skipuleggja eitthvað sem síðan myndi hafa
áhrif „á það sem gerðist í framhaldinu“, eins og hann orðaði það.
„Hvað í veröldinni áttu við?“ spurði ég. „Auðvitað hefur allt
sem gerist áhrif á það sem gerist næst.“
„En ef ekkert gerist, þá gerist heldur ekkert í framhaldi af því.“
„Og ertu viss um að það sé það sem þú viljir?“
„Ég veit það ekki.“
„Þú veist það ekki.“
„Nei, ég veit það ekki.“
„Það er það sem ég er að segja þér: Þú veist það ekki.“
Þegar ég hafði lagt niður símtólið rifjaði ég upp lýsingu Ástu
á áðurnefndri Sesselju: öll einhvern veginn dökk, eins og gömul
svarthvít ljósmynd af ungri konu, með hundrað ára gamla hár-
tísku og augu úr ljóði eftir Mallarmé.
2
Tíu ár eru liðin síðan við Aðalsteinn settumst inn í flak af hálfrar
aldar gamalli tveggja manna Cessnu við flugbrautina í Skerjafirð-
inum, og sátum þar í fimmtán, tuttugu mínútur, álíka lengi og
það hefði tekið okkur að lyfta sömu flugvél upp af jörðinni - hefði
hún verið gangfær - og fljúga henni úr augsýn. Aðalsteinn settist
fyrst í flugmannssætið og ég í farþegasætið fyrir aftan, en fljótlega
skiptum við um stað og sátum þannig á meðan hauströkkrið lagð-
ist yfir; þetta var í miðjum október. Þá birtist allt í einu þungbúinn
maður út úr flugskýli skammt frá, og eins og við værum einhverjir
smástrákar kallaði hann til okkar hvað við værum að gera þarna.
Og vegna þess að við vorum ekki neinir smástrákar gátum við
ekki svarað spurningunni. En til að bregðast við augnaráði manns-
26
TMM 2005 • 4