Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 29
Foreldrar Bunuels
ins þegar hann nálgaðist okkur með valdsmannslegu göngulagi
sínu klöngruðumst við út úr Cessnunni og héldum áfram labbi
okkar með sjávarsíðunni.
Á meðan við sátum í flakinu tók ég hins vegar eftir svolitlu
sem breytti á ákveðinn hátt mynd minni af Aðalsteini; það er þess
vegna sem þetta októbersíðdegi er mér jafnminnisstætt og það er.
Stuttu eftir að við skiptum um sæti í flugvélinni, og Aðalsteinn
settist fyrir framan mig, sá ég að á aftanverðu vinstra eyra hans
var einhvers konar flúr, líkt og myndað af sprungnum æðum í
eyranu, og þegar ég hallaði mér ofurlítið fram, í átt að Aðalsteini
sem var upptekinn við að máta sig við stýri flugvélarinnar, gat ég
ekki betur séð - að minnsta kosti ímyndaði ég mér það - en að
flúrið á eyranu myndaði einhver orð eða tákn sem þó var auðvitað
mjög erfitt að greina vegna smæðarinnar. (Ég veit að þetta hljómar
ótrúlega, en það má ekki alltaf láta hljóm orðanna ráða úrslitum
um hvað fær að standa og hvað ekki.) Ég lyfti mér örlítið upp úr
sætinu og teygði mig nær Aðalsteini, en þá virtist hann allt í einu
finna fyrir andardrætti mínum og sneri sér snöggt við með eftir-
farandi orðum:
„Ætlarðu að éta mig?“
Mér var sjálfum brugðið við viðbrögð hans; það var ekki líkt
honum að varpa fram svona athugasemd. Ég lét mig detta ofan í
sætið og svaraði honum því að ég hefði verið að kíkja á mælaborð-
ið.
Það eru tíu ár síðan þetta gerðist. Flugvélin er ennþá á sama
stað og hún var, og ég hef oft velt því fyrir mér þegar ég hef gengið
framhjá flakinu síðan hvað hafi orðið um hurðirnar af henni, þær
sem við Aðalsteinn lokuðum á eftir okkur þegar við settumst inn í
vélina, hvort þær hafi verið teknar til brúks sem varahlutir í annað
sambærilegt flak, eða ef til vill losaðar frá skrokknum af einhverj-
um aðgerðarlausum strákum, dregnar niður í fjöru og rennt út á
hafflötinn til að láta fljóta eins og flekar handa skipbrotsmönnum.
Ég hef líka oft velt fyrir mér hvernig stendur á þessu flúri á aftan-
verðu eyra Aðalsteins - það er í rauninni skrítið að vita það ekki,
jafn nánir og við erum. Þegar ég hugsa um það núna finnst mér
eins og ég hafi ákveðið að leyfa því að vera áfram ósvarað, því ef
svo einkennilega vill til að Aðalsteinn er með einhver orð eða tákn
TMM 2005 • 4
27