Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 37
Ingibjörg Haraldsdóttir
Ljóð gripin sem hálmstrá
Einu sinni var
Undankoman
var jafnan vís:
öryggi draumanna
tryggð orðanna
ljóð gripin sem hálmstrá
fljúgandi tónar: upp upp mín sál...
bakvið myrkrið
framtíð í öllum
regnbogans litum!
I þessu ljóði, sem birtist í bók minni Höfuð konunnar, kemur fram ákveð-
ið viðhorf til skáldskapar, viðhorf sem ég hef lengi aðhyllst og lítið hefur
breyst á þeim tíu árum sem liðin eru frá útkomu bókarinnar. Samkvæmt
því viðhorfi geta ljóð verið örugg flóttaleið þurfi maður að flýja eitthvað
eða einhvern, orðin og draumarnir eru það sem við getum alltaf treyst,
ljóðin bjarga mannslífum - þau eru gripin sem hálmstrá - þau eru nauð-
synleg, þau hefja mann upp úr gráma hvunndagsins, leiða hugann að
því óáþreifanlega og sálræna, þau lýsa upp myrkrið og gefa fyrirheit um
litríka framtíð. Þau segja: láttu ekki hugfallast þótt myrkrið sé dimmt,
einhverntíma birtir á ný.1
Ég held því ekki fram að þetta viðhorf gildi um öll ljóð og alla ljóða-
unnendur. Ljóð eru margvísleg og til margra hluta nytsamleg, þau má
nota og þeirra má njóta jafnvel þótt hvorki skáldið né lesandinn séu í
alvarlegri lífshættu. Til eru ljóð sem segja langar sögur og önnur sem
sett eru saman úr örfáum orðum og virðast við fyrstu sýn ekki segja
neitt, en gera það samt. Sum ljóð hafa augljósan boðskap, önnur eru
TMM 2005 • 4
35