Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 39
Ljóð gripin sem hálmstrá voru höfð á bernskuárum mínum og fjölluðu um legg og skel og smala á sauðskinnsskóm, svo ekki sé minnst á fossbúa, tröll og álfa. Svo gat tilveran auðvitað tekið á sig annan blæ, einsog glöggt má sjá í bréfi sem ég skrifaði föður mínum úr sveitinni þegar ég var níu ára. Þar monta ég mig af því að hafa farið á þrjú böll það sumarið, á eitt þeirra hafi komið blindfullir Heimdellingar, og ég hafi stútað vel hálfri brennivínsflösku sem einhver þeirra hafði skilið eftir úti á hlaði. Af þessu má sjá að ég hef verið harður gútemplar í þá daga, auk þess sem mér virðist hafa verið fremur uppsigað við Heimdellinga af einhverjum ástæðum. En það var þetta með vísurnar og sögurnar sem ég samdi fyrir kýrnar. Eg hef stundum velt því fyrir mér, án þess að komast að eiginlegri nið- urstöðu, hvaðan hún sé upprunnin þessi árátta, að raða saman orðum, búa til vísur eða sögur? Hvað er það sem fær börn til að ala með sér dag- drauma og finna þeim skáldlegt form sem að vísu kemst sjaldan á blað en lifir í munnlegri geymd þeirra sjálfra, oftast sem vel falið leyndarmál, og týnist svo þegar barnið kynnist heiminum betur, eða ætti ég að segja einsog Sobbeggi afi: þegar hann Gvuð er farinn úr því? Öldum saman hafa menn rifist um hvort sé mikilvægara, upplag eða uppeldi, en út í þá sálma hætti ég mér ekki frekar. (Leyfi mér þó að geta þess innan sviga, að það hljóti að vera vænlegra nýfæddu skáldi að heim- urinn taki því syngjandi og undir eins sé byrjað að kveða og bía og lesa fyrir það, heldur en lenda hjá laglausu og ólæsu fólki sem aldrei hefur heyrt vísu kveðna eða kvæði flutt, þótt slík óheppni þurfi alls ekki að hamla meðfæddri skáldgáfu einsog dæmin sanna.) Sumir halda því nefnilega fram að þessi árátta, eða hneigð, hljóti að vera meðfædd og hafi frá örófi alda verið innbyggð í tegundina homo sapiens. Á einhverjum tímapunkti aftur í grárri forneskju hafi hún kviknað og tekið til við að þróast einsog aðrar eigindir mannskepnunn- ar, áreiðanlega náskyld tónlistargáfu og listrænum hæfileikum á öðrum sviðum. í framhaldi af því hlýtur að vakna sú spurning hvort við þurfum þá nokkuð að hafa áhyggjur af yfirvofandi og margauglýstu andláti ljóðs- ins. Ef skáldgáfan er meðfædd, hljóta þá ekki ljóðin að streyma afvörum skáldanna hvernig sem allt veltist? Jafnvel þótt okkur finnist allt vera að breytast - til hins verra eða betra, um það eru náttúrlega skiptar skoð- anir, en hefur ekki heimurinn alltaf verið að breytast, bara misjafnlega hratt? Nú virðist okkur hann vera á fleygiferð og þá fer margan að svima, sumir reyna að vera alltaf fremstir en aðrir reyna að halda sér fast í fortíð- ina einsog hún hafi svör við öllum spurningum okkar. En hvernig snertir þetta ástand sjálfa skáldgáfuna: er hún nokkuð að breytast? Eru það ekki TMM 2005 • 4 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.