Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 40
Ingibjörg Haraldsdóttir
bara form og innihald ljóðsins sem breytast, og verða að breytast, ef við
ætlum að tjá okkur um líf okkar í síbreytilegum heimi, eða hvað?
Góða fréttin er sú, að jafnvel þótt einhverjum líki ekki nógu vel við
nýju ljóðin og finnist ljóðskáldin í dag ekki vera upp á marga fiska, þá
þurfa þeir hinir sömu ekki að kvarta, á Islandi hefur verið ort í ellefu-
hundruð ár og bókasöfnin eru stútfull af ljóðum allra tíma, bæði frum-
sömdum og þýddum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á meðan
halda ljóðskáld samtímans áfram sínu róli og skapa ný ljóð handa nýju
fólki, af því að þörfin er alltaf fyrir hendi, þessi knýjandi þörf sem skáld-
gáfan vekur og rekur skáldið áfram, og einnig þörf lesandans fyrir ný
ljóð, nýja sýn á líf sitt og annarra. Þegar þessum þörfum er fullnægt ger-
ist það sem Jón úr Vör lýsti í ljóði sem heitir
Hljómurinn:
Skáldið
og hinn góði lesandi
mætast andartak
á undarlegri strönd
í annarlegum
hljómi,
sem hvorugur veit
hver hefur
slegið.
Ég get vel ímyndað mér að skáldhneigðin sé algengari en fjöldi þeirra
sem síðar leggja fyrir sig bókmenntaskrif gefur til kynna. Flestir gleyma
þessu einsog hverjum öðrum bernskubrekum og fara að hugsa um allt
annað. En hjá sumum rennur upp sú stund að þau finna sig knúin til að
yfirstíga feimnina og kveða sér hljóðs, lesa ljóðin sín upphátt fyrir ein-
hvern eða birta þau á prenti nema hvort tveggja sé. Viðtökurnar skipta
miklu máli, en ráða þó ekki endilega úrslitum um það hvort viðkom-
andi verður skáld eður ei.
Vilborg Dagbjartsdóttir orti sitt fyrsta ljóð þegar hún var sex ára
og kynntist þá strax þeim „djúpa fögnuði“ sem sköpunartilfinningin
vekur, jafnvel þótt allir hafi hlegið þegar hún fór með ljóðið upphátt,
enda vantaði í það bæði stuðla og höfuðstafi. Frá þessu segir hún mjög
skemmtilega í bókinni Mynd afkonu, sem Kristín Marja Baldursdóttir
skráði. Hún segir líka: „Það skiptir engu þótt manni sé ekki hrósað,
fögnuðurinn er til staðar og það getur enginn tekið hann frá manni.
Sigurinn að hafa skapað. Út af þessu halda skáldin sem allir hæðast að
áfram að vinna.“
38
TMM 2005 • 4