Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 41
Ljóð gripin sem hálmstrá Unnur Benediktsdóttir, betur þekkt sem Hulda, segir frá sínum fyrstu yrkingum í bókinni Úr minningablöðum. Þar segir: „Ég var, frá því fyrst ég man, gefin fyrir að gaufa alein, úti og inni og tala við sjálfa mig. Þá var ég stundum að ríma eitthvert bull, sem gleymdist afturÁ eftir þessu koma fallegar náttúrulýsingar þar sem litla telpan drekkur í sig fegurð sveitarinnar sinnar og yrkir vísur sem hún þorir ekki að láta nokkurn mann heyra, en skrifar í litla bók og felur. í minningabókinni sem hún skrifar á efri árum segir hún frá viðbrögðum sínum við þeim voðalega atburði þegar bókin hennar fannst og vísurnar voru lesnar: „Mér varð við sem stæði ég allsnakin frammi fyrir öllum heimi. Þetta var voðalegt. Það hefur aldrei þótt prýði á kvenfólki að yrkja - stóð í Grasaferð Jónasar...“ Hulda mundi líka eftir Ljósavatnssystrum sem „höfðu ort óttalegar vísur, svo að mennirnir þeirra urðu að borga heil- mikið af peningum fyrir tiltektir þeirra. „Þetta hafði ég heyrt“, segir Hulda, „og af því að það snerti skáldskap kvenna, þá hafði það brennt sig inn í huga minn“. Rússneska skáldið Anna Akhmatova segir í endurminningum sínum: „Fyrsta kvæðið orti ég þegar ég var ellefu ára (það var hræðilegt), en jafnvel áður hafði pabbi af einhverjum ástæðum kallað mig „dekadent skáldkonu“.“ Mér dettur einna helst í hug að Anna hafi verið orðin svo skáldkonuleg í útliti strax í barnæsku, að faðir hennar hafi ekki getað orða bundist - en orðið dekadent vekur óneitanlega spurningar sem ég get ekki svarað af því að ég veit ekki hvað fyrir manninum vakti með þessari skrýtnu athugasemd - veit ekki einu sinni hvað Önnu gekk til þegar hún rifjaði upp þessi orð hans, hvort hún var hreykin af að vera talin dekadent skáldkona ellefu ára eða hvort henni fannst pabbi sinn hafa farið yfir strikið. Það kemur ekki fram í frásögn hennar. Þar kemur heldur ekki fram hvernig þessu fyrsta kvæði hennar, sem henni fannst svo „hræðilegt“, hafi verið tekið, eða hvort hún hafi yfirleitt leyft ein- hverjum að heyra það eða lesa. Ég orti semsé fyrir kýrnar til að byrja með, þakklátustu áheyrendur sem völ var á í sveitinni. Og ekki kjöftuðu þær frá, að minnsta kosti ekki á skiljanlegu máli. Vísurnar mínar og sögurnar voru ætlaðar þeim og engum öðrum, og þær tóku skáldskapinn með sér í sláturhúsið þegar þar að kom, blessaðar skepnurnar. Ég var orðin tólf ára og var um það bil að ljúka fullnaðarprófi frá Austurbæjarskólanum þegar ég kom út úr ljóðaskápnum og sýndi mömmu minni vísu sem ég hafði ort. Þetta var kveðjuljóð til skólans. Mamma vildi að ég færi með það til Valgerðar kennara og sýndi henni, TMM 2005 • 4 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.