Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 45
Ljóð gripin sem hálmstrá almannafæri eða varð uppvíst að einhverjum enn svakalegri dónaskap. Allt þetta fuss, svo ekki sé minnst á ógnvekjandi mannmergðina á gang- stéttum þessarar miklu borgar eða framandi tungumálið sem eftir á að hyggja kann að hafa verið það sem gerði endanlega útslagið, - allt þetta hafði lamandi áhrif á skræfuna mig svo ég steinhætti að yrkja. Ég var komin í ókunnan heim og móðurmálið dugði mér ekki lengur til að lýsa því sem bærðist innra með mér, hvað þá umhverfinu sem ég hrærðist í. Skáldgáfan lá í dvala árum saman. Þessi ár koma ekki við sögu skáldfer- ilsins nema lítillega og þá sem yrkisefni, löngu síðar. í bókinni Nú eru aðrir tímar, sem kom út 1989, er stuttur ljóðabálkur sem ber heitið Úr myndabók hugans - Moskva. Þar standa meðal annars þessar línur: Svo ung svo fávís og dansaði náttlangt um strætin hélt að lygin væri annarsstaðar Eftir sex ár í Moskvu fór ég til Kúbu og dvaldist þar önnur sex ár. Ekki var ég fyrr stigin þar á land en ég byrjaði aftur að yrkja. Kúba er eyja á stærð við ísland og mikill léttir að koma þangað frá kuldalegum víðátt- um Sovétríkjanna Allt varð einhvernveginn auðveldara viðfangs, meira að segja ljóðasmíðin. Þessi langa dvöl mín í skrýtnu löndunum, eða öllu heldur þessi langa fjarvera frá heimahögunum hefur tvímælalaust sett sinn svip á ljóðin mín. Ég geri ráð fyrir að ég hefði ort allt öðruvísi hefði ég tollað heima og fetað hinn íslenska menntaveg. Til að mynda hefði heimþráin þá varla skipað svo stóran sess í bókum mínum. Liggur nokkuð beint við að álykta að í stað hennar hefði komið útþrá. Fyrsta Ijóðabókin mín, Þangað vil égfljúga, kom út meðan ég bjó enn í Havana. Ég fékk hana þó ekki í hendur fyrr en u.þ.b. hálfu ári eftir að hún kom út, svo lélegar voru póstsamgöngur milli mín og Máls og menningar í þá daga. Svo stóð ég þarna innan um pálmatrén einn sól- ríkan dag og hélt á þessari bók, þessu andlega afkvæmi mínu, sem ég hafði skilið eftir í höndum útgefandans, Sigfúsar Daðasonar, í síðustu íslandsferð minni, en hann hafði lesið handritið yfir og bent mér á ýmis- legt er betur mætti fara, meira að segja hafnað nokkrum ljóðum, þar á meðal einu á þeirri forsendu að það væri of „SteinslegÚ - (mig minnir að í því hafi komið fyrir orðasambandið „visin hönd“). Nú horfði ég í kringum mig og fann engan lesanda, engan sem ég gæti spurt: hvernig TMM 2005 • 4 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.