Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 56
Una Margrét Jónsdóttir
Ég fór á ball, séra, séra
Lag: Ókunnur höfundur
Texti: Ókunnur höfundur
Ég fór á ball, sér - a, sér - a, það var nú rall, sér - a, sér - a.
Margir muna eftir þessu kvæði frá bernsku- eða unglingsárunum. Kona
fædd árið 1953 og alin upp í Reykjavík sagði mér að ein vinkona sín og
jafnaldra hefði alltaf sest við píanóið og kyrjað „séra-séra“-kvæðið við
raust í barnaafmælum. Ég hafði samband við vinkonuna og fékk hjá
henni textann eins og hún mundi eftir honum, og einnig lagið, sem er
prentað hér með greininni. Hún sagðist hafa lært sönginn í sveit í Skaga-
firði níu ára gömul:
Ég fór á ball, séra séra,
það var nú rall, séra séra,
hallelúja osfrv.
Þar sá ég einn kropp, séra séra,
sú var nú flott, séra séra.
Ég bauð 'enni heim, séra séra,
það var nú geim, séra séra.
Á elleftu stund, séra séra,
fékk hún sér blund, séra séra.
Ég lagð' ana 'í laut, séra séra,
sú var nú blaut, séra séra.
Svo klædd' ég 'ana' úr, séra séra,
hún var í dúr, séra séra.
Svo stakk ég 'onum inn, séra séra,
fyrir húðir og skinn, séra séra.
Svo dró ég 'ann út, séra séra,
votan sem klút, séra séra.
Eftir mánuði þrjá, séra séra,
fór á að sjá, séra séra.
Eftir tæplega ár, séra séra,
fæddist einn knár, séra séra.
Reyndar var þessi kona á því að kvæðið hefði verið enn lengra. Þriðju
gerðina fékk ég frá manni sem er fæddur 1952 og alinn upp á Seyðisfirði.
Hann sagði að þeir strákarnir hefðu sungið þetta á fylliríi á unglingsár-
unum. Þau erindi sem hann mundi af kvæðinu voru svipuð fyrstu gerð-
inni sem hér er birt, nema hvað þrjú erindi voru svona:
54
TMM 2005 • 4