Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 57
SlGGA LITLA SYSTIR M í N ...
Ég klædd' ana úr, séra séra.
Hún var á túr, séra séra.
Ég stakk honum inn, séra séra,
hörðum sem „pinn“, séra séra.
Úr honum rann, séra séra,
efnið í mann, séra séra.
Sami drengur og nefndur var hér fyrr, sá sem lærði „séra-séra“-kvæðið
á Vestmannsvatni, lærði 10 ára gamall eftirfarandi rím þegar hann var
í sveit í Eyjafirði:
Rinn tinn tinn
rektu' ann út og inn,
pabbi þinn með tíu tonna titt-ling-inn!
Kannski er með upphafi vísunnar vísað til hundsins „Rin Tin Tin“ sem
var kvikmyndastjarna eins og Lassí. En eins getur verið að orðin merki
einfaldlega ekki neitt.
Allir þekkja vísuna „Sigga litla systir mín/ situr úti' í götu“. En hitt
vita ekki allir að til er gróf afbökun af henni.
Sigga litla systir mín
liggur úti' í götu,
er að láta ríða sér
fyrir tyggjóplötu.
Fyrsta heimildarkona mín hafði lært þessa vísu í Reykjavík í kringum
1973, u.þ.b. átta ára gömul, en fleiri hafa nefnt þessa vísu við mig. „Þetta
fékk maður nú aldeilis að heyra,“ sagði kona sem sjálf hét Sigríður og var
kölluð Sigga, fædd 1961 og alin upp á Húsavík.
Fleiri nöfn buðu upp á grófa stríðni. Stúlka fædd 1987 sagði mér að
allar stúlkur sem hétu Dóra hefðu lent í því að á eftir þeim var öskrað:
»>Dóra hóra með tittlingana fjörutíu og fjóra!“ Stundum var talan höfð
stærri, t.d. 44444, og átti það auðvitað að vera enn fyndnara.
Það gat líka verið hættulegt að heita Jórunn eða Þórunn. Kona fædd
1965 og alin upp á Seltjarnarnesi sagði mér að um þær stúlkur hefði ver-
ið sungið: „Ríddu ríddu Þórunni, helvítis hórunni“ við lagið „Ach, du
lieber Augustin“.
TMM 2005 • 4
55