Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 58
Una Margrét Jónsdóttir
Mörg gömul og góð kvæði hafa verið afbökuð á ruddalegan hátt.
Stúlkur fæddar í kringum 1985 fóru með þessa afbökun fyrir mig:
Nú er frost á Fróni,
frýs í píku blóð,
tittlingurinn stóð,
inn í hana óð.
Ef við leggjum saman
hönd á tittlinginn
er hann kominn inn,
inn í þig.
Og afbökun á kvæðinu „Öxar við ána“ hefur tíðkast meðal krakka í
rúma tvo áratugi að minnsta kosti og er enn þekkt: „Öxar við ána, tóbak
í tána. Púður í punginn og þá er hann sprunginn." Stundum er fyrri hlut-
inn hafður þannig: „Skjótum upp fána í rassinn á Stjána* og einnig er
stundum sagt „Eitt skot í punginn“.
Piltur fæddur í kringum 1987 fór með þennan grófa texta sem hann
sagðist hafa lært af stóru systur sinni þegar hann var lítill:
Einn var að ríða ömmu sinni og annar horfði á,
þriðji kom og bætti um betur og tók hana aftan frá.
Ó, elsku amma mín, hví ertu svona gröð?
Píkan á þér minnir mig á bílaþvottastöð.
Lagið er „Einn var að smíða ausutetur“ og textinn er greinileg afbökun
á þeim texta, þar sem segir:
Einn var að smíða ausutetur, annar hjá honum sat,
þriðji kom og bætti um betur og boraði á hana gat.
Þetta sýnir okkur að afbökunin hlýtur að vera nokkuð gömul, að
minnsta kosti fyrri hlutinn, því að fæst börn nútímans þekkja text-
ann „Einn var að smíða ausutetur“. Hann var jafnvel nokkurn veginn
gleymdur þegar ég var að alast upp á 8. áratugnum. Sennilegt er því að
fyrri hluti afbökunarinnar sé frá 7. áratugnum eða jafnvel eldri. Seinni
hlutinn gæti verið yngri því bílaþvottastöðvar voru ekki margar á fyrri
árum.
Margir sem fæddir eru á 8. og 9. áratugnum muna frá barnsárunum
stuttan klámtexta sem er afbökun á „Ríðum, ríðum, rekum yfir sand-
• «
mn :
56
TMM 2005 ■ 4