Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 60
Una Margrét Jónsdóttir í þessum texta má náttúrlega finna greinilega kvenfyrirlitningu. Hins vegar kemur ofbeldi sjaldan fyrir í klámtextum sem ég hef fundið meðal barna, yfirleitt er ekki hægt annað að skilja en að kynlífið fari fram með vilja beggja. Undantekning er miðgerðin á „séra-séra“ þar sem gefið er í skyn að karlmaðurinn nauðgi stúlkunni sofandi. Eina aðra undantekn- ingu veit ég um, en hana lærði ég sjálf 12 ára gömul, reyndar án þess að ætla mér það. Þetta kvæði birtist í söngbók skólans sem ég var þá í, (árið 1978) og ljóst er að kennararnir hafa ekki fylgst vel með efninu í söngbókinni og því síður skólastjórinn sem hefði aldrei leyft að svona texti væri birtur þar. Það gerðist hér suður með sjó að stúlkan fékk meira en nóg, en strákurinn var glúrinn, hann trúði ekki á túrinn og tók hana á „notime“ og hló. Skólinn var gagnfræðaskóli og nemendurnir á aldrinum 12 - 15 ára. Það er athyglisvert að ritnefndin sem sá um söngbókina var að mestu eða ein- göngu skipuð stúlkum. Gerðu þær sér ekki grein fyrir því að kvæðið hafði þann boðskap að nauðgun væri fyndin? Eða fannst þeim það allt í lagi? Sjálf var ég svo mikið barn að ég skildi ekki vísuna og velti því fyrir mér hvað í ósköpunum þetta „no-ti-me“ væri. Samt geðjaðist mér ekki að kvæðinu, ég hafði á tilfinningunni að það fjallaði um ofbeldi. Það má teljast öruggt að þetta hefur fullorðinn maður ort því að kvæðið er í limruformi og nokkurn veginn rétt stuðlað. Ég veit ekki til þess að þetta kvæði þekkist hjá börnum nútímans, og lítil eftirsjá er í því ef það er horfið. Annað kvæði, í allt öðrum anda og mun sakleysislegra, lærði ég 10-11 ára gömul af aðeins eldri stúlkum í barnaskólanum mínum. Þetta kvæði gæti verið nokkuð gamalt og er kímin lýsing á því hvernig saklaus sveita- stúlka breytist í ... eitthvað annað. Ég læt lagið fylgja með. Áður fyrr að vakna klukkan átta. Gott og vel, að vakna klukkan átta. Nú fer ég á sama tíma að hátta. Gott og vel, það gerir ekkert til. Áður fyrr á ullarbrókum einum. Gott og vel, á ullarbrókum einum. Núna geng ég næstum ekki í neinum. Gott og vel, það gerir ekkert til. Áður fyrr með strákunum í sláttinn. Gott og vel, með strákunum í sláttinn. Nú fer ég með strákunum í háttinn. Gott og vel, það gerir ekkert til. Áður fyrr með ærnar út í haga. Gott og vel, með ærnar út í haga. Nú geng ég með tvíbura í maga. Gott og vel, það gerir ekkert til. 58 TMM 2005 • 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.